Jafntefli hjá strákunum og stelpurnar spila í kvöld

Haukar og Höttur gerðu 0-0 jafntefli sl. laugardag á Ásvöllum í leik þar sem Haukar voru mikið meir með boltann en gestirnir vörðust vel. Haukum tókst ekki að koma tuðrunni í netið þrátt fyrir fjölmargar tilraunir til þess og voru okkar menn því eðlilega svekktir með að fá einungis eitt stig úr leiknum. Næsti leikur […]

Haukar taka á móti Hetti á laugardag

Haukar taka á móti liði Hattar frá Egilsstöðum á laugardaginn nk. og hefst leikurinn kl.14:00 á Ásvöllum. Gestirnir frá Héraði hafa ekki átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið og m.a. ekki unnið í fimm leikjum í röð eða frá því að þeir lögðu KA 2-0 þann 15. júní. Okkar menn hafa hins vegar […]

Haukar til Svartfjallalands

Nýverið var dregið í EHF keppninni í handbolta karla og voru Haukar í pottinum ásamt fjölmörgum öðrum liðum víðsvegar úr evrópu. Haukar fengu lið HC Mojkovac frá Svartfjallalandi í fyrstu umferð keppninnar en sigurvegari viðureignarinnar fær lið Zaporoshye frá Úkraníu í annari umferð.  Lítið er vitað um styrkleika Svartfellinganna en þó verður að teljast líklegt […]

Sigur á Fjarðabyggð/Leikni

Haukastelpur lögðu stöllur sýnar úr Fjarðabyggð/Leikni 3-1 á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikurinn fór fram í ágætis veðri og hafði það ekki áhrif á gang leiksins ólíkt því sem var fyrir austan vikuna á undan þegar þessi sömu lið mættust í miklum rokleik. Það voru gestirnir sem byrjuðu leikinn betur án þess þó að ógna Haukamarkinu […]

Stelpurnar taka á móti Fjarðabyggð/Leikni

Kvennalið Hauka í knattspyrnu tekur í dag á móti Fjarðabyggð/Leikni á Ásvöllum kl.14:00. Uppröðun leikja í deildinni er sérstök því þessi lið mættust einmitt fyrir viku en þá fóru Haukar með sigur af hólmi 1-0 í miklum rokleik fyrir austan. Óhætt er að segja að leikurinn verði erfiður fyrir Haukastelpur því þrátt fyrir að sitja […]

Haukar í 2. sæti eftir sigur á Tindastól

Umfjöllunin er fengin að láni frá fotbolti.net  Haukar fengu stóran skell í síðasta leik gegn toppliði Fjölnis og var því viss pressa á þeim að sýna betri leik. Blíðskaparveður var á Króknum í dag hæg norð- austan hátt sem sagði síðan skilið við vallargesti í síðari hálfleik.   Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu mínutur […]

Hilmar og Brynjar til liðs við Hauka

Tveir leikmenn hafa gert félagsskipti til Hauka að undanförnu, annar kemur að láni en hinn gekk alfarið til liðs við Hauka. Um er að ræða Brynjar Benediktsson sem kemur til Hauka frá Leikni og hinsvegar Hilmar Rafn Emilsson sem kemur að láni frá Val en flestir Haukarar ættu nú að kannast við Hilmar, sem hefur […]

Haukar steinlágu gegn Fjölni

Arnar Daði Arnarsson skrifar:  Það var blíðskaparveður í Grafarvoginum í gærkvöld þegar toppslagur 1.deildar karla fór fram, leikur Fjölnis og Hauka. Fyrir leikinn voru Haukar með einu stigi fleira en Fjölnir í 1. – 2.sæti deildarinnar á meðan Fjölnir voru í því þriðja.  Segja mætti að Haukar hafi aldrei séð til sólar í kvöld á […]

Glæsileg frammistaða Haukastelpna á Símamótinu

Símamótið var haldið síðustu helgi og reyndist virkilega vel lukkað og skemmtilegt. Haukar sendu alls 10 lið úr þremur af yngstu aldursflokkunum til leiks og má segja að árangur þeirra hafi félaginu til mikils sóma. Liðin spiluðu öll góðan fótbolta og ekki skemmdi fyrir að vel gekk að skora meira en andstæðingurinn þó sá árangur […]