Getraunir

1×2 – Getraunastarfið að hefjast

Laugardaginn 26. september verður flautað til leiks í getraunaleik Hauka. Skráning og 1. umferð hefst í getraunasalnum á 2. hæð ...

Haukagetraunir – 1×2

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta getraunastarfseminni til  3. apríl. Nánar tilkynnt síðar ...

1×2 – Vorleikur 2020

Á laugardaginn hefst Vorleikur Haukagetrauna. Spilaðar verða 15 umferðir. Veglegir vinningar. Allir velkomnir. Kaffiveitingar. Hefst kl. 10:30 ...
Loading...

Haukar standa fyrir öflugu getraunastarfi undir getraunanúmerinu 221.

Getraunastarfið er frábær vettvangur til að hitta félaganna yfir léttu spjalli.   Það er líka mikilvægt að við tökum öll þátt í þessu frábæra starfi og eflum þannig félagið okkar til enn frekari dáða.   Getraunastarfið er opið öllum.   Starfsárið 2011-2012 verður sú nýbreytni að keyrðir eru tveir leikir samtímis.

Hópleikurinn

Annars vegar hinn sívinsæla hópleik, sem verður með sama hætti og undanfarin ár.  Leikurinn er byggður upp á tveggja manna liðum og keppt er í riðlum.  Hópleikurinn er ætlaður mömmum og mæðgum, pöbbum og feðgum, öfum og ömmum, vinum og vinkonum, vinnufélögum, veiðifélögum og saumaklúbbum.  Með öðrum orðum öllum sem vilja taka þátt í skemmtilegum leik með skemmtilegu fólki.  Engin sérþekking er nauðsynleg og hægt að nota frjálsa aðferð í niðurröðun úrslita.  Það þekkist að menn hafi náð góðum árangri með því að spá í úrslit eftir fjölda stafa í orði félags eða með því að spá því liði sigri sem er framar í stafrófinu.  Það eiga allir Haukafélagar að kunna leikinn.

Meistaradeildin

Í ár verður þeim Haukafélögum sem telja sig vera “getraunasérfræðingar” boðið upp á nýbreytni í svokallaðri meistaradeild.  Meistaradeildin gengur þannig fyrir sig að lið keppa innbyrðis.   Allir geta stofnað lið en sú kvöð fylgir að liðin þurfa að kaupa í hverri viku á meðan leiknum stendur að lámarki 250 raðir og að hámarki 290 raðir til að taka þátt í leiknum.  Liðin keppa síðan innbyrðis og síðan gildir að sá sem fær fleiri rétta vinnur viðureignina og fær 3 stig.  Fái báðir jafnmarga rétta fær hvor keppandi eitt stig.

Opnunartími

Opnunartími getrauna verður á tímanum 10:00 til 13:00 allt árið.  Við hlökkum til að sjá ykkur öll í skemmtilegu getraunastarfi í vetur og að sjálfsögðu eru allir velkomnir í kaffi, óháð því hvort menn taki þátt í getraunaleikjunum.  Reglur leiksins og fréttir er að finna á heimasíðunni.

Það eru allir alltaf velkomnir.

Umsjónarmenn getraunastarfs

NafnSími
Ágúst Sindri Karlsson8207700
Heimir Heimisson7736933
Jón Björn Skúlason8990360
Eiríkur Sigurðsson8404908
Sigfús Tómasson8952644
Gissur Guðmundsson8990360
Hafsteinn Ellertsson8967656
Bjarni Hafsteinn Geirsson8969966