Haukar í horni er stuðnings- og styrktarfélag Hauka

Einstaklingum og fyrirtækjum gefstf kostur á því að gerast meðlimir í Haukum í horni. Félagið var stofnað árið 1990 af handknattleiksdeild Hauka með það markmið að fjármagna komu tékkneska landsliðsmannsins Petr Baumruk til Hauka. Má segja að þetta framtak hafi hitt beint í mark. Bæði reyndist Baumruk okkur góður og mikilvægur leikmaður og fyrirmyndar félagi. Einnig hefur myndast góður félagsskapur og mikil stemning í kringum Hauka í horni. Stuðnings- og styrktarfélagið er þvi orðið hornsteinn í starfi Hauka.

Handknattleiks-, knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildirnar hafa nú tekið höndum saman um rekstur meistaraflokkana. Meistaraflokkar félagsins verða því framvegis reknir saman undir Rekstrarfélagi Hauka.  Ákveðnum hluta af tekjum Hauka í horni er ráðstafað til barna og unglingastarfs félagsins með kaupum á boltum, búningum og öðrum búnaði.

Það eru mikil gleðitíðindi fyrir okkur Haukafólk að við séum að sameinast undir einum hatti og verður hið sterka stuðnings- og styrktarfélag Haukar í horni því félagið okkar allra!

Skráning

Handbolti

Körfubolti

Knattspyrna