Haukar í horni er stuðnings- og styrktarfélag Hauka
Einstaklingum og fyrirtækjum gefstf kostur á því að gerast meðlimir í Haukum í horni. Félagið var stofnað árið 1990 af handknattleiksdeild Hauka með það markmið að fjármagna komu tékkneska landsliðsmannsins Petr Baumruk til Hauka. Má segja að þetta framtak hafi hitt beint í mark. Bæði reyndist Baumruk okkur góður og mikilvægur leikmaður og fyrirmyndar félagi. Einnig hefur myndast góður félagsskapur og mikil stemning í kringum Hauka í horni. Stuðnings- og styrktarfélagið er þvi orðið hornsteinn í starfi Hauka.
Handknattleiks-, knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildirnar hafa nú tekið höndum saman um rekstur meistaraflokkana. Meistaraflokkar félagsins verða því framvegis reknir saman undir Rekstrarfélagi Hauka. Ákveðnum hluta af tekjum Hauka í horni er ráðstafað til barna og unglingastarfs félagsins með kaupum á boltum, búningum og öðrum búnaði.
Það eru mikil gleðitíðindi fyrir okkur Haukafólk að við séum að sameinast undir einum hatti og verður hið sterka stuðnings- og styrktarfélag Haukar í horni því félagið okkar allra!
Til að skrá sig í Hauka í horni þarf að senda póst á Ásdísi Þórðardóttur á póstfangið: asdis@haukar.is. Auk þess er hægt að ná í hana í síma 525 8707
Það sem er innifalið í pakkanum Haukar í horni
Haukar í horni – Gullfélagi
- Ársmiði á alla deildarleiki Hauka í meistaraflokki karla og kvenna (fótbolti, handbolti og körfubolti). Gildir ekki á bikarleiki, evrópuleiki og oddaleiki í úrslitakeppni
- Merkt sæti í stúkunni (inni eða úti) eða skófar á gólfi
- Aðgangur að VIP herbergi á leikdag hjá öllum deildum
- Léttar veitingar á leikdag i VIP herbergi
- Þjálfarateymið leggur línurnar fyrir leik og fer yfir stöðuna í hálfleik
- Reglulegur tölvupóstur með stórum og smáum fréttum um meistaraflokkana og starfið
- Verð: 3.550 krónur á mánuði í 12 mánuði á ári. Hjón: 5.900 krónur á mánuði í 12 mánuði á ári
Haukar í horni – Silfurfélagi
- Ársmiði á alla deildarleiki Hauka í meistaraflokki karla og kvenna (fótbolti, handbolti og körfubolti). Gildir ekki á bikarleiki, evrópuleiki og oddaleiki í úrslitakeppni
- Aðgangur að VIP herbergi á leikdag hjá öllum deildum
- Léttar veitingar á leikdag i VIP herbergi
- Þjálfarateymið leggur línurnar fyrir leik og fer yfir stöðuna í hálfleik
- Reglulegur tölvupóstur með stórum og smáum fréttum um meistaraflokkana og starfið
- Verð 2.750 krónur á mánuði á ári. Hjón: 4.400 krónur á mánuði í 12 mánuði á ári
Til að skrá sig í Hauka í horni þarf að senda póst á Ásdísi Þórðardóttur á póstfangið: asdis@haukar.is. Auk þess er hægt að ná í hana í síma 525 8707
Samstarfsaðilar
Samstarfsaðilar Haukar í horni
A4 skrifstofa og skóli | Við smáratorg Kópavogi | Aflsáttur 15% (gildir ekki af öðrum tilboðum og fartölvum) |
Apótek Hafnarfjarðar | Fjóluvöllum | Afsláttur 10% (gildir ekki af lyfseðilskyldum lyfjum) |
Flügger litir | Dalshraun 13 | 30-45% aflsáttur (gildir ekki af tilboðum) |
Myndform ehf. | Trönuhrauni 1 | 20% afsláttur af þjónustu vegna yfirfærslu myndbanda á DVD |
Nýform ehf. | Reykjavíkurvegi 66 | Aflsáttur 7% |
N1 | Sérkjör á öllum stöðvum og að auki fá Haukar hluta af lítraverði sé verslað á nýju bensínstöðinni á Ásvöllum | Haukar í horni þurfa að sækja um N1 kortið á heimasíðu N1, n1.is. Þegar spurt er um hópanúmer setja þá 398. |
RB rúm ehf. | Dalshraun 8 | Afláttur 5% |
Rafport ehf. | Nýbýlavegi 14 | Afsláttur 10% |
Securitas hf. | Síðumúli 23 | Afsláttur 10% |
Tilveran veitingahús | Linnetsstíg 1 | Afsláttur 15% (af matseðli) |