Íþróttaskóli Hauka 2022
Íþróttaskóli Hauka verður starfræktur sumarið 2022 fyrir börn fædd 2010-2015,
en skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2007.
Íþróttaskólinn er sameiginlegt verkefni allra deilda félagsins þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta hreyfingu, þjálfun og námskeið við allra hæfi.
Gert er ráð fyrir að iðkendur fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum og hafa allir kennarar skólans mikla reynslu af þjálfun yngri barna.
Lýsing námskeiða
Lögð er áhersla á mikla hreyfingu á námskeiðunum og er skólinn opinn fyrir alla Hafnfirðinga og nærsveitarmenn.
Gæsla verður frá kl. 8:00 – 9:00 í samkomusalnum á Ásvöllum.
Morgun námskeið byrja kl. 09:00. Börnin skráð í íþróttagreinanar mæta á íþróttasvæði sitt (Ólafssal, Handboltsal eða Gervigrasið)
en þau skráð í Fjölgreinan koma saman í samkomusalnum.
Fyrra nestishléð er kl 10:15-10:45 og eftir hádegi er það frá kl 14:15-14:45.
** Mikilvægt er að senda þau með nesti, óháð því hvort þau séu skráð í hádegismat.
Námskeiðum lýkur kl. 12:00, nema ef viðkomandi iðkandi er í hádegismat.
Seinni parts námskeið byrja kl. 13:00 og er mæting í samkomusalinn á Ásvöllum.
Námskeiði lýkur kl. 16:00 og er hægt að sækja börnin í samkomusalinn.
Starfsfólk Íþróttaskólans munu taka á móti öllum börnum og sjá til þess að allir komist á réttan stað.
Samskipti:
Við erum fyrst og fremst á Sportabler og fara helstu breytingar þar fram, en einnig á facebook: https://www.facebook.com/Ibrottaskolihauka.
Þar birtist dagskrá Fjölgreinaskólans fyrir komandi viku.
Skráningar á öll námskeið fara fram í gegnum Sportabler, hægt er að ýta á viðkomandi vefsíðu til að flytja þig á réttan stað:
https://www.sportabler.com/shop/haukar/sumarskoli
Heildaryfirlit allra námskeiða er hægt að skoða með að opna eftirfarandi slóð:
ATH! Til að skrá sig á rafíþróttanámskeið þarf að fara inn á: https://www.sportabler.com/shop/haukar/hugarithrottir
Hagnýtar upplýsingar:
** Einungis kortagreiðslur í boði.
** Ef viðkomandi vill mæta í nokkra daga en ekki allt námskeið þarf að hafa samband við okkur, það þarf að skrá handvirkt.
** Boltagreinar eru ekki í boði eftir hádegi
** Senda börn með nesti, 10.15-10.45 og 14.15-14.45 er borðað.
** Lokað síðustu tvær vikur í Julí
Nytsamlegar upplýsingar:
Netfang: Nebo@haukar.is og Isakj@haukar.is
Sími Íþróttaskóla Hauka: 788-9200.
Öll námskeið eru vikunámskeið, aðeins fjölgreina- og rafíþróttanámskeið eru starfrækt eftir hádegi.
Námskeiðin sem eru í boði sumarið 2022_______Vika_______ | Fjölgreinanámskeið 2010-2015 | Fótboltaskólinn 2010-2015 | Körfuboltaskólinn 2010-2015 | Handboltaskólinn 2010-2015 | Tækni og Trix 2010-2015 | Hugaríþróttir (Reykjavíkurvegi) 2006-2014 | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
13-17. júní (4 dagar) | kl 9-12 og 13-16 | kl 9-12 | kl 9-12 | kl 9-12 | Kl 10-12 og 13-15 | |||
20-24. júní | kl 9-12 og 13-16 | kl 9-12 | kl 9-12 | kl 9-12 | Kl 10-12 og 13-15 | |||
27. júní-1. júlí | kl 9-12 og 13-16 | kl 9-12 | Kl 10-12 og 13-15 | |||||
4-8. júlí | kl 9-12 | kl 9-12 | kl 10-12 | Kl 10-12 | ||||
11-15. júlí | kl 9-12 | Kl 10-12 | ||||||
18-22. júlí (lokað) | Lokað | Lokað | Lokað | Lokað | Lokað | Kl 10-12 | ||
25-29. júlí (lokað) | Lokað | Lokað | Lokað | Lokað | Lokað | Lokað | ||
2-5. ágúst (4 dagar) | kl 9-12 og 13-16 | Lokað | ||||||
8-12. ágúst | kl 9-12 og 13-16 | kl 9-12 | kl 9-12 | kl 9-12 | kl 9-12 | Kl 10-12 | ||
15-19. ágúst | kl 9-12 | kl 9-12 | kl 9-12 | kl 9-12 | Kl 10-12 |
Eftirfarandi skólar eru í boði sumarið 2022:
Fjölgreinaskóli Hauka fyrir 6-12 ára (2010-2015)
Námskeiðið fyrir hádegi er fjölbreytt námskeið við allra hæfi, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna íþróttaiðkendur.
Námskeiðið eftir hádegi er dagskráin brotin upp og farið í sundferð, gönguferð, hjólatúr o.s.frv. sem verður þá auglýst með góðum fyrirvara.
Skipt er í hópa eftir aldri, getu og vinatengslum svo að allir fái að njóta sín og kynnast betur.
Athugið að fjölgreinaskólinn er ekki skipulögð blanda af deildunum þremur en þó verður, að hluta til, stuðst við hreyfingar sem tilheyra hverri íþróttagrein.
Innleiðing slíkrar beitingar verður innleitt í formi fjölbreyttra leikja, þar sem upplifunin á að vera hin mesta afþreying.
Fótbolta-, Handbolta- og Körfuboltaskóli fyrir 6-12 ára (2010-2015)
Boltaskólar handknattleiks-, knattspyrnu- og körfuknattleiksdeilda Hauka eru bæði fyrir þá sem langar að bæta við sig kunnáttu í sinni boltagrein
og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Settar verða upp æfingar sem auka boltafærni, farið í leiki og spilað í ýmsum útfærslum.
Það eru allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir.
Fótboltanámskeið í sumar, á vegum knattspyrnudeilarinnar: Tækni og trix
Knattspyrnudeild býður upp á námskeiðið Tækni og trix í sumar. Áhersla verður á gabbhreyfingar og stöðuna einn á móti einum. Kennarar eru þjálfarar knattspyrnudeildar auk gesta.
Eftirfarandi námskeið verða í boði:
4.-6. Júlí
Tækni og trix fyrir stelpur í 5.-7.flokki.
Góður undirbúningur fyrir Símamótið en kennt er frá kl. 10-12.
Verð 5000 krónur.
8.-12. ágúst
Tækni og trix fyrir krakka 5., 6. og 7.flokki.
Besti aldurinn til að læra og bæta tæknina.
Kennt er frá kl. 9-12.
Hópnum verður skipt upp eftir aldri. Fáum góða gesti í heimsókn.
Verð 8.500 krónur.
Hugaríþróttir – Rafíþróttir og fjölbreytt hreyfing
Vikulöng sumarnámskeið sem fara fram í fullkominni rafíþróttaaðstöðu hjá NÚ við Reykjavíkurveg 50 í Hafnarfirði. Á hverjum degi er fjölbreytt hreyfing fléttuð saman við spilun tölvuleikja og taflmennsku. Námskeiðin fyrir hádegi hefjast kl. 10:00 og lýkur kl. 12:15. Námskeiðin eftir hádegi hefjast kl. 13:00 og lýkur kl. 15:15. Til að byrja með verða aðeins 10 pláss í boði á hvert námskeið, en við hvetjum til skráninga á biðlista ef námskeiðin eru full þar sem að mögulega verður bætt við tölvum í æfingaaðstöðunni okkar í sumar og við þá breytingu verður hægt að fjölga iðkendum á hverjum námskeiði. Umsjónarmaður námskeiðanna verður Magni Marelsson og mun hann hafa með sér 1-2 unglingastarfsmenn á hverju námskeiði.