Íþróttaskóli Hauka 2021

Íþróttaskóli Hauka verður starfræktur sumarið 2021 fyrir börn fædd 2009-2014 en námskeiðin verða með svipuðu sniði og áður fyrr, þó með nokkrum breytingum.
Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og óhætt er að segja að bæði börn og foreldrar hafi tekið þessu framtaki Hauka mjög vel, en hátt yfir 1300 börn sóttu skólann síðasta sumar.

Íþróttaskólinn er sameiginlegt verkefni allra deilda félagsins þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta hreyfingu, þjálfun og námskeið við allra hæfi.
Gert er ráð fyrir að iðkendur fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum og hafa allir kennarar skólans mikla reynslu af þjálfun yngri barna.

Nebo og Dagrún Birta verða umsjónarmenn sumarskólans í ár.
Nebo er að útskrifast í haust úr meistaranáminu Íþróttavísindi og stjórnun (e. Sports Management) sem kennt er við University of Molde, Noregi.
Dagrún Birta hefur leikið með meistaraflokki kvennaliðsins undandarin ár. Hún stundar sálfræðinám við Georgia College and State University, Bandaríkjunum,
samhliða námi sínu spilar hún fótbolta með háskólaliði skólans.

Nytsamlegar upplýsingar:
Sími Íþróttaskóla Hauka: 788-9200.
Netfang: sumarskoli@haukar.is

 

Lýsing námskeiða

Lögð er áhersla á mikla hreyfingu á námskeiðunum.  Miklil hreyfing með bolta og alhliða þjálfun við allra hæfi.  Allir eru velkomnir í skólann.
Morgun námskeið byrja kl. 09:00 og er mæting í samkomusalnum á Ásvöllum. Gæsla verður fyrir iðkendur frá kl. 8:00 – 9:00 í samkomusalnum á Ásvöllum.
Námskeiðum lýkur kl. 12:00, nema ef viðkomandi iðkandi er í hádegismat.
Seinni parts námskeið byrja kl. 13:00 og er mæting í samkomusalnum á Ásvöllum.
Námskeiði lýkur kl. 16:00 og er hægt að sækja börnin í samkomusalnum
ATH! Engin gæsla er frá kl. 16:00 – 17:00.
Starfsfólk Íþróttaskólans mun taka á móti öllum börnum og sjá til þess að allir komist á réttan stað.

Öll námskeið eru vikunámskeið.

Skólinn er opinn fyrir alla Hafnfirðinga og nærsveitarmenn.

Námskeiðin sem eru í boði sumarið 2021
_______Vika_______ Fjölgreinanámskeið
2009-2014
Fótboltaskólinn
2009-2014
Körfuboltaskólinn
2009-2014
Handboltaskólinn
2009-2014
Boltaskóli Freys
2007-2014
Fótboltabúðir Hauka
2005-2011
Fjölgreinanámskeið
2015
 
14-18. júní (4 dagar)kl 9-12 og 13-16kl 9-12kl 9-12kl 9-12
21-25. júníkl 9-12 og 13-16kl 9-12kl 9-12kl 9-12kl 9-12
28. júní-2. júlíkl 9-12 og 13-16kl 9-12
5-9. júlíkl 9-12kl 9-12
12-16. júlíkl 9-12
19-23. júlí (lokað)
26-30. júlí (lokað)
3-6. ágúst (4 dagar)kl 9-12 og 13-16
9-13. ágústkl 9-12 og 13-16kl 9-12kl 9-12kl 9-12kl 9-12 og 13-16
16-20. ágústkl 9-12kl 9-12kl 9-12kl 9-12

 

 

Þátttökugjöld:
Heilsnámskeið kostar 10.000 krónur vikan (án hádegisverðar).
Hálfsdagsskóli kostar 5.500 krónur (án hádegisverðar).

Hádegismatur:
Hádegismatur kostar 4.000 krónur fyrir vikuna.
Hádegismatur er aðeins í boði frá 14.júní – 5.júlí og 3.ágúst-13.ágúst.ATH

ATH! Ekki verður boðið uppá námskeið síðustu tvær vikur Julí mánaðar (19.07-23.07 / 26.07-30.07) 

Boðið er upp á gæslu frá 08:00-09:00 á morgnana, einnig er boðið upp á heitan hádegismat fyrir þá sem eru allan daginn hjá okkur (nema í júlí)
en einnig fyrir þá sem eru hálfan daginn og eru að fara á æfingu beint í framhaldi. Gæslan er innifalin í verðinu.
Skráningar:
Tekið verður við skráningum á vef Hafnarfjarðarbæjar, mínar síður, undir niðurgreiðslur og þar valið Haukar, frá og með 11. maí. Við skráningu þarf að ganga frá greiðslu.
Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum. Það verður áfram hægt að taka við skráningu og kortagreiðslum á staðnum en við biðjum fólk að nota frekar skráningu á vefnum eins og kostur er. Foreldrar/forráðamenn verða að vera í fylgd með börnunum við skráningu, ekki er tekið við skráningu eða peningum frá börnum sem koma óskráð.

Við erum á facebook og er slóðin https://www.facebook.com/Ibrottaskolihauka. Gott er að fólk sé duglegt að fylgjast með þar inni því þar munum við setja inn myndir, hvað við erum að gera dag frá degi – breytingar á námskeiðum ef það verður og margt fleira.

 

Þessi skólar eru í boði sumarið 2021:

Fjölgreinaskóli Hauka fyrir 6-12 ára (2009-2014) 

Námskeiðið fyrir hádegi er fjölbreytt íþróttanámskeið við allra hæfi, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna íþróttaiðkendur.
Skipt er í hópa eftir aldri, getu og vinatengslum svo að allir fái að njóta sín og kynnast hinum ýmsu íþróttum.

Námskeiðið eftir hádegi er dagskráin brotin upp og farið í  sundferð, gönguferð, hjólatúr o.s.frv. sem verður þá auglýst með góðum fyrirvara.

Fótboltaskóli/Handboltaskóli og Körfuboltaskóli fyrir 6-12 ára (2009-2014)

Boltaskólar handknattleiks-, knattspyrnu- og körfuknattleiksdeilda Hauka eru bæði fyrir þá sem langar að bæta við sig kunnáttu í sinni boltagrein
og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Settar verða upp æfingar sem auka boltafærni, farið í leiki og spilað í ýmsum útfærslum.
Það eru allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir.
                                                                     

 

Framúrskarandi fótboltanámskeið í sumar

Fótboltabúðir Hauka fyrir 9-16 ára (2005-2011)  

21.-25.6. frá kl. 9-12

Í fótboltabúðum Hauka verður boðið upp á heildstæða þjálfun sem snertir flesta þá þætti sem fótboltafólk þarf að huga að. Á hverjum degi námskeiðsins sjá þjálfarar knattspyrnudeildar um tækniþjálfun, leikstöðuþjálfun og leikæfingar en að auki er hver dagur brotinn upp með annarri dagskrá, sem verður nánar auglýst síðar.
Á meðal þjálfara eru þjálfarar meistaraflokka Hauka og yngri flokka félagsins. Námskeið sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Verð 13.900 kr.

 

Boltaskóli Freys og fótboltaskóli Hauka fyrir 6-14 ára (2007-2014)                                                                                                           16.-20.8. frá kl. 9-12

Námskeið í samstarfi við Frey Sverrisson sem er einn reynslumesti þjálfari landsins. Fjölbreyttar æfingar fyrir alla þá sem vilja bæta sig í fótbolta. Verð: 7.500 krónur.

 

Æfingar í sumar fyrir 12 ára (fæddir 2008) og eldri, handbolti og körfubolti.

Í sumar verða æfingar fyrir eldri iðkendur hjá handknattleik- og körfuknattleiksdeild með breyttu sniði. Deildirnar munu hafa fastar æfingar frá kl. 16:00 á virkum dögum með þjálfara og mun nánari upplýsingar verða kynnt fljótlega, þ.m.t verð, æfingatafla og þjálfarar.