Skráning í allar deildir fer fram í gegnum mínar síður á hafnarfjordur.is.

Á mínum síðum þarf að velja ,,niðurgreiðsla“ (hægra megin á síðu) og smella á Hauka merkið. Þá koma upp þeir valmöguleikar sem í boði eru fyrir viðkomandi iðkanda og hakað er við það námskeið/flokk sem viðkomandi ætlar að stunda.

Munið að haka jafnframt við ef þið viljið nýta niðurgreiðsluna frá bænum fyrir iðkunina sem skráð er í.

Að lokum er greiðsla kláruð og þá er iðkandinn skráður í sína íþrótt.

Ef aðstoð vantar er hægt að hafa samband við herbert@haukar.is (handbolti), stefan@haukar.is (körfubolti) og helga@haukar.is (fótbolti).