Hvernig skrái ég og geng frá æfingagjöldum ef ég á rétt á niðurgreiðslum:

Æfingagjöld handknattleikur 
Æfingagjöld knattspyrna 
Æfingagjöld körfuknattleikur
Æfingagjöld leikjaskóla barnanna 
Æfingagjöld skákdeildar 

Hægt er að fara bæði á  http://haukar.is og í gegnum http://www.hafnarfjordur.is/minar-sidur.

  1. Ef foreldri fer á síður félags beint en ekki í gegnum mínar síður og reynir að skrá og fá niðurgreiðslu þá birtir Nóri tilkynningu:
    ÞÚ GÆTIR ÁTT RÉTT Á ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASTYRK EF ÞÚ SKRÁIR ÞIG Í GEGNUM MÍNAR SÍÐUR HAFNARFJARÐARBÆJAR. 

Þar skráir forráðamaður sig inn, fer vinstra megin og velur „Niðurgreiðslur íþróttastyrkja“.

  1. Foreldri sem skráir sig inn í gegnum mínar síður velur merki síns félags (það er neðarlega á síðunni) og fer beint inn á sína síðu í Nóra án frekari skráninga notendanafns/lykilorðs (skráning á mínar síður gildir sem skráning í Nóra). Ef það vantar upplýsingar um netfang eða síma forráðamanns í skráningu forráðamanns í Nóra er beðið um þessar upplýsingar.
  2. Foreldri skráir síðan iðkandann á námskeið og þá getur það valið um að haka í „Íþrótta- og tómstundastyrkur“ og sækir þá upphæð styrks til Hafnarfjarðarbæjar og birtir. Þá dregur kerfið námskeiðsgjaldið frá niðurgreiðslustyrknum og mismunurinn er þá sú upphæð sem forráðamaður þarf að greiða.

SKRÁNING VERÐUR EKKI VIRK NEMA AÐ GENGIÐ SÉ ENDANLEGA FRÁ GREIÐSLU, HVORKI Í NÓRA NÉ Á STYRK HAFNARFJARÐAR. 

Athygli er vakin á því að þegar greitt er með greiðsluseðli þá leggst svokallað seðilgjald á greiðsluna, ekki er hægt að komast hjá því. Ef greitt er með kreditkorti þá kemur ekkert aukagjald á heildarupphæðina þó gjaldinu sé skipt niður.

  1. Útreikningur á upphæð íþrótta- og tómstundastyrk er alfarið í kerfi Hafnarfjarðar, Nóri og félögin geta ekki svarað fyrir útreikning.
  2. Mikilvægt er að forráðamenn séu vakandi yfir upphæðinni sem þeir eru að greiða:
  3. Niðurgreiðslur eru sem hér segir:                                         6-12 ára iðkendur fá 1.700 á mánuði                                         13-16 ára iðkendur fá 2.550 á mánuði                                           Niðurgreiðsla byrjar 1. jan. það ár sem iðkandi verður 6 ára og hættir 31.des árið sem iðkandi varð 16 ára. Skiptingin á 12 og 13 ára er þannig að iðkendur fá kr. 1.700 til 31.des. árið sem þau eru 12 ára og frá og með 1.jan. þegar þau verða 13 ára fá þau kr. 2.550 á mánuði.