Æfingagjöld handknattleikur

Æfingagjöld tímabilið 2020-2021

Við viljum minna alla að fara inná hafnarfjordur.is og þar inná mínar síður til að skrá og fá niðurgreiðslu. Er komið er inná mínar síður þarf að fara í niðurgreiðslur sem er hægra megin á síðunni og þaðan þarf að „scrolla“ niður að Hauka logoinu. Ýta á það og síðan skrá iðkendur.

Niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðarbæ er kr. 4.500 kr á mánuði. Heildarupphæð sem niðurgreiðsla nemur dregst frá heildarupphæð æfingagjalda. Muna að „haka við“ nýta frístundastyrk ef nota á frístundastyrkinn upp í gjaldið. Það er því mikilvægt að skrá sig sem fyrst inná niðurgreiðsluna hjá Hafnarfjarðarbæ svo niðurgreiðslur hefjist strax.

ATH. Árið sem iðkandi verður sex ára getur það byrjað að fá styrk 1. janúar og hættir að fá styrk 31. desember árið sem það verður 18 ára.

Æfingagjöld yngri flokka verði óbreytt hjá öllum flokkun nema þess sem getið er hér að neðan.

Innifalið í æfingagjöldum í ár er varabúningur Hauka, hvít/rauð PUMA treyja með Haukamerkinu. Foreldrar velja númer (og nafn ef vilji er til þess) og greiða fyrir það sérstaklega hjá Jóa Útherja þar sem varan er sótt eftir að árgjald hefur verið greitt. Velja þarf númer hjá skrifstofu Hauka áður en merkt er en það er gert til þess að koma í veg fyrir að margir eru með sama númer. Fyrir þá sem eru nýskráðir í 9. flokk fylgir rauða treyjan með árgjaldinu og er minnsta stærð 116.

Breytingar hafa orðið á ársgjaldi fyrir 6. flokk eldri ár en þar hefur tímabilið breyst úr 9 mánuðum í 12. Það er vegna þess að þessi árgangur fer inn á sumaræfingar næsta sumar og því þarf ekki að greiða fyrir þær sérstaklega. Í staðin verður hægt að nýta sér frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar í 12 mánuði upp í gjaldið hjá þessum árgangi í stað 9 hér áður fyrr.

9.flokkur (2015 og síðar) = 20.000 Árgjald Hér er enginn niðurgreiðsla.

8.flokkur (2013 og síðar) = 54.500 Árgjald

7. flokkur (2011-2012) = 65.400 Árgjald

6. flokkur (2010) = 68.200  Árgjald

6. flokkur (2009) = 83.500  Árgjald

5. flokkur (2007-2008) = 95.000  Árgjald

4. flokkur (2005-2006) = 99.100  Árgjald

3. flokkur (2002-2004) = 99.100 Árgjald

U-lið (2001 og eldri) = 60.000 Árgjald     Hér er enginn niðurgreiðsla.

Greidd æfingargjöld fást ekki endurgreidd nema í sérstökum tilfellum og er þá um að ræða veikindi eða slys hjá iðkenda. Ef iðkandi slasast ber forráðamanni að senda tölvupóst á herbert@haukar.is

Breytingar hafa orðið á systkinaafslættinum fyrir þetta tímbil en á ný er veittur afsláttur milli deilda. Afslátturinn er því þannig að fjórða iðkun fjölskyldu hjá öllu félaginu er frí. Þannig að hver fjölskylda greiðir að mesta lagi fyrir þrjár iðkanir hjá félaginu. Sé sá iðkandi ekki að nýta frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar verður gjaldið aðeins lækkað niður í upphæð styrksins. Ef þú hefur rétt á systkinaafslætti þá á að hafa sambandi við herbert@haukar.is.