veislusalurinnKnattspyrnufélagið Haukar leigir út sali til samkomu- og veisluhalds.

Aðalsalur er um 180 fermetrar að flatarmáli og rúmar allt að 220 manns í sæti.

Hægt er að hólfa salinn niður í tvo jafnstóra sali. (sjá teikn.)

Við inngang er forsalur sem oft er leigður sérstaklega. Hann rúmar 60-80 manns í sæti.

Aðgangur að vel búnu eldhúsi fylgir.

 

Búnaður

Útleigu fylgir allur venjulegur borðbúnaður nema dúkar.

Hljóðkerfi með DVD og þráðlausum hljóðnema.

Píanó og skjávarpa er hægt að fá leigt fyrir kr. 5.000

10 manna hringborð, 180 cm., er hægt að leigja – kr. 2.000 pr. stk.

Leiga 1/1 salur – kr. 115.000

1/2 salur – kr. 90.000

Aukadagur (kvöld) undirbúningur fyrir veislur kr. 30.000

Forsalur – kr. 70.000 (fermingar og erfidrykkur)

Forsalur – kr. 60.000 (2-3 klst. s.s.  fundir)

Innifalið í leigu eru þrif og vsk.

Athugið að skyndiskraut, Confetti, er ekki leyft í veislusal né utandyra við veislusal.

Leigutaki greiðir starfsmanni frá félaginu sérstaklega.

Ef að veislugestir eru fleiri en 50 þarf að greiða fyrir tvo starfsmenn  frá félaginu, en yfir 100 gestir þarf að greiða fyrir þrjá eða fleiri.

Pöntun þarf að staðfesta með greiðslu helmings leiguverðs og lokagreiðslu þarf að ljúka tveimur dögum fyrir notkun.

Upplýsingar og pantanir: Heiða, sími 862 5308 og Bjarni Hafsteinn 896 9966, 525 8700 og bhg@haukar.is . .

Bankaupplýsingar: banki 0544- hb- 04 – reikn. 200526  kt. 561105-0140.