Leikjaskóli barnanna.
Kæru foreldra. 
Nú getum við fagnað því að heimilt er  að starfrækja Leikjaskólann þar sem sóttvarnarreglur hafa verið rýmkaðar.  Nú mega  50 manns koma saman og því munum við hefja starfsemi Leikjaskólans nk. laugardag, 17. apríl kl. 09:00 – 10:00.  Við viljum beina þeim eindregnu tilmælum til foreldra að aðeins annað foreldri eða forráðamaður fylgi hverju barni.  Minnum einnig á grímuskyldu.  Hlökkum til að sjá sem flesta aftur :).   Þetta er ritað 16. apríl 2021.
Leikjaskóli barnanna er fyrir aldurinn 2-5 ára. Markmið leikjaskólans er að kynna iðkendum fyrir íþróttasalnum og áhöldum þar inni. Þá er farið í grunn hinna ýmsu greina ásamt grunnhreyfingum barna. Hér er lögð mikil áhersla á að iðkendur fái að njóta sín í faðmi forráðamanna sem eru með þeim allan tímann til halds og trausts. Hér fá börnin samverutíma í íþróttasalnum með forráðamönnum og undirbúningur  fyrir skólavist er þá  hafin.
Leikjaskólinn hefst aftur  þann 17. apríl n.k. og verða báðir hóparnir á sama tíma, sjá hér fyrir neðan.
Yngri hópur, 2-3 ára (fædd 2017-2018) á laugardögum kl. 9:00 – 10:00 í íþróttahúsinu á Ásvöllum.

Eldri hópur, 4-5 ára (fædd 2015-2016) á laugardögum kl. 9:00 – 10:00 í íþróttahúsinu á Ásvöllum.

Þjálfari leikjaskólans er Albert Magnússon, en hann er okkur að góðu kunnur og hefur þjálfað hjá félaginu í mörg ár. Með honum verða einnig aðstoðarþjálfarar.

Öll börn eru hjartanlega velkomin – sjáumst hress í Leikjaskólanum. Ath, með vísan til tilmæla sóttvarnarlæknis vegna COVID-19 eru það vinsamleg tilmæli að aðeins annað foreldri barns fylgi því í Leikjaskólann.  Virðum  útgefnar reglur um sóttvarnir. Vonandi verður þessi ráðstöfun tímabundin. 

Verð fyrir vorönn 2021 er kr. 7.000-.  Skráning fer fram á ,,Mínum síðum“ á vef Hafnarfjarðarbæjar eða á Ásvöllum.