Leikjaskóli barnanna er fyrir þessi yngstu, eða þau sem eru 2-5 ára (2017-2021) og eru öll börn, nær og fjær, hjartanlega velkomin til okkar!
Leikjaskóli barnanna byrjar aftur eftir jólafrí, laugadaginn 14. janúar.
Leikjaskólinn verður með sama sniði og áður á laugardagsmorgnum kl. 9.00-10.00, en börnunum verður skipt upp eftir aldri.
Kennsla fer fram á laugardögum kl. 9:00 – 10:00 í handboltasal og Ólafssal á Ásvöllum.
Markmið leikjaskólans er að kynna fyrir iðkendum íþróttasalinn og áhöld sem þar eru. Þá er farið í grunn hinna ýmsu greina ásamt grunnhreyfingum barna. Mikil áhersla er lögð á að iðkendur fái að njóta sín í faðmi forráðamanna sem eru með þeim allan tímann til halds og trausts. Börnin fá hér samverutíma í íþróttasölunum með forráðamönnum og undirbúningur fyrir skólavist er þá hafin.
Verð á vorönn er kr. 15.000-. Skráning fer fram á Sportabler
Þjálfari leikjaskólans er Albert Magnússon, en hann er okkur að góðu kunnur og hefur þjálfað hjá félaginu í mörg ár. Með honum verða einnig aðstoðarþjálfarar.
Sjáumst hress í Leikjaskólanum og munum að hafa gaman og njóta samverunnar saman!