Æfingagjöld knattspyrnudeildarinnar: 2025-2026
| Tímabilið 2025 -2026 | ||
|---|---|---|
| Heildarupphæð | ||
| 8. flokkur (2021-2022) | 58.300 kr. | |
| 8. flokkur (2020) | 83.800 kr. | |
| 7. flokkur (2018-2019) | 154.500 kr. | |
| 6. flokkur (2016-2017) | 162.500 kr. | |
| 5. flokkur (2014-2015) | 181.200 kr. | |
| 4. flokkur (2012-2013) | 188.100 kr. | |
| 3. flokkur (2010-2011) | 196.300 kr. | |
| 2. flokkur (2007-2009) | 196.300 kr. |
Skráning og greiðslur
Skráningar forritið sem allt félagið notar heitir Sportabler. Allar skráningar fara því fram þar og kemur Frístundastyrkurinn sjálfkarafa inn þegar hann er valinn. Sportabler.
- Greiðsla æfingagjalds er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum og mótum sem flokkur þess fer á. Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu.
- Æfingabolur fylgir með heilsársæfingagjöldunum séu þau komin í greiðsluferli fyrir 6.október, nánari upplýsingar um mátun ofl kemur síðar.
Frístundastyrkur
Nýtt fyrirkomulag frá 1.janúar 2026
Niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðarbæ fyrir 6-18.ára er 65.000 á ári. Heildarupphæð sem niðurgreiðsla nemur dregst frá heildarupphæð æfingagjalda. Muna að „haka við“ nýta frístundastyrk ef nota á frístundastyrkinn upp í gjaldið.
Nýtt, 3-5 ára fá hálfan styrk, eða 32.500 kr.
Nánar hér:
Systkinaafsláttur innan félagsins
Athugið að systkinaafsláttur er veittur milli deilda með þeim hætti að fjórða iðkun fjölskyldu innan félagsins er frí. Þannig greiðir hver fjölskylda í mesta lagi fyrir þrjár iðkanir í yngri flokka starfi félagsins. Þetta á eingöngu við aldurinn sem frístundastyrkurinn er í boði. Ef þú hefur rétt á systkinaafslætti fyrir þitt barn þá þarf að hafa samband við: fotbolti@haukar.is
Bent er á að skráning er bindandi fyrir tímabilið og endurgreiðir félagið ekki æfingagjöld nema um langvarandi veikindi/slys á barni sé um að ræða eða brottflutning af svæðinu. Slík tilfelli þarf að tilkynna skriflega til Hauka með tölvupósti á fotbolti@haukar.is. Ef iðkandi hættir að sækja æfingar ber forráðamanni að senda tölvupóst á: fotbolti@haukar.is
Tilkynning til þjálfara nægir ekki.
Við bendum á að hægt er að greiða eina önn í einu fyrir þá sem ekki eru vissir um að vera allt tímabilið en vinsamlegast athugið að það er óhagstæðara en að greiða allt tímabilið í einu.
Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.
Fjárhagserfiðleikar
Greiðsla æfingagjalda er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum hjá Haukum og þeim mótum sem iðkendur fara á fyrir hönd félagsins. Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að keppa fyrir hönd Hauka. Mikilvægt er að hafa samband við Barna- og unglingaráð Hauka ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.