Æfingagjöld knattspyrnudeildarinnar: 2025-2026

 Tímabilið 2025 -2026 
Heildarupphæð
8. flokkur (2021-2022)58.300 kr.
8. flokkur (2020)83.800 kr.
7. flokkur (2018-2019)154.500 kr.
6. flokkur (2016-2017)162.500 kr.
5. flokkur (2014-2015)181.200 kr.
4. flokkur (2012-2013)188.100 kr.
3. flokkur (2010-2011)196.300 kr.
2. flokkur (2007-2009)196.300 kr.

Skráning og greiðslur  

Skráningar forritið sem allt félagið notar heitir Sportabler. Allar skráningar fara því fram þar og kemur Frístundastyrkurinn sjálfkarafa inn þegar hann er valinn.  Sportabler

  • Greiðsla æfingagjalds er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum og mótum sem flokkur þess fer á.  Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu.
  • Æfingabolur merktur nafni og númeri fylgir með heilsársæfingagjöldunum séu þau komin í greiðsluferli fyrir  6.október, nánari upplýsingar um mátun ofl kemur síðar.

Frístundastyrkur

Niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðarbæ fyrir 6-18.ára er kr. 4.750 kr á mánuði. Heildarupphæð sem niðurgreiðsla nemur dregst frá heildarupphæð æfingagjalda. Muna að „haka við“ nýta frístundastyrk ef nota á frístundastyrkinn upp í gjaldið. Það er því mikilvægt að skrá sig sem fyrst inná niðurgreiðsluna hjá Hafnarfjarðarbæ svo niðurgreiðslur hefjist strax.

Nýtt, 5 ára fá hálfan styrk, 28.500 kr á ári eða 2.375 kr frá og með 15.ágúst.

ATH. Árið sem iðkandi verður fimm ára getur það byrjað að fá styrk 1. janúar og hættir að fá styrk 31. desember árið sem það verður 18 ára.

Systkinaafsláttur innan félagsins

Athugið að systkinaafsláttur er veittur milli deilda með þeim hætti að fjórða iðkun fjölskyldu innan félagsins er frí. Þannig greiðir hver fjölskylda í mesta lagi fyrir þrjár iðkanir í yngri flokka starfi félagsins. Þetta á eingöngu við aldurinn sem frístundastyrkurinn er í boði. Ef þú hefur rétt á systkinaafslætti fyrir þitt barn þá þarf að hafa samband við: fotbolti@haukar.is

Bent er á að skráning er bindandi fyrir tímabilið og endurgreiðir félagið ekki æfingagjöld nema um langvarandi veikindi/slys á barni sé um að ræða eða brottflutning af svæðinu. Slík tilfelli þarf að tilkynna skriflega til Hauka með tölvupósti á fotbolti@haukar.is

Við bendum á að hægt er að greiða eina önn í einu fyrir þá sem ekki eru vissir um að vera allt tímabilið en vinsamlegast athugið að það er óhagstæðara en að greiða allt tímabilið í einu.

Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.

Fjárhagserfiðleikar 

Greiðsla æfingagjalda er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum hjá Haukum og þeim mótum sem iðkendur fara á fyrir hönd félagsins. Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að keppa fyrir hönd Hauka. Mikilvægt er að hafa samband við Barna- og unglingaráð Hauka ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.