Við höfum opnað fyrir skráningar á námskeiðin sem verða í boði hjá Hugaríþróttadeildinni á vorönninni 2022 og hefjast 17. janúar. Skráningar fara nú í gegnum Sportabler. Aðeins 10 pláss í boði á hvert námskeið!

https://www.sportabler.com/shop/haukar/hugarithrottir

Ný og glæsileg rafíþróttaaðstaða hefur verið tekin í gagnið, nýir þjálfarar að bætast í hópinn og úrvalið af námskeiðum aldrei verið meira.

Voræfingataflan lítur svona út:

  • Blandaðar rafíþróttir, Hópur 1 (8-18 ára)
    • Mánudagar & Föstudagar kl. 16:45-18:0
  • Blandaðar rafíþróttir, Hópur 2 (8-18 ára)
    • Miðvikudagar kl. 16:45-18:00 & Laugardagar kl. 11:00-12:30
  • Valorant & CS:GO (12-18 ára)
    • Þriðjudagar & Fimmtudagar kl. 16:45-18:00
  •  Minecraft – Unglingahópur (12-18 ára)
    • Föstudagar kl. 15:00-16:45