Æfingagjöld körfuknattleiksdeildar

Æfingagjöld tímabilið 2018-2019
Forráðamenn greiða eingöngu mismuninn á æfingagjaldi og niðurgreiðslu.
Þeir sem búa utan Hafnarfjarðar greiða fullt gjald.
Öll æfingagjöld eru ÁRSGJÖLD.

Við viljum minna alla að fara inná mínar síður á hafnarfjordur.is og þaðan inná niðurgreiðslur (hægra megin á síðunni) og síðan að „scrolla“ niður þangað til þið komið að Hauka logoi.

það er linkur inná skráningu æfinga á forsíðunni og hægt að fara inn hér

Niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðarbæ er kr. 4000 kr á mánuði. Heildarupphæð sem niðurgreiðsla nemur dregst frá heildarupphæð æfingagjalda. Muna að „haka við“ nýta frístundastyrk ef nota á frístundastyrkinn upp í gjaldið. Það er því mikilvægt að skrá sig sem fyrst inná niðurgreiðsluna hjá Hafnarfjarðarbæ svo niðurgreiðslur hefjist strax.

ATH. Árið sem iðkandi verður sex ára getur það byrjað að fá styrk 1. janúar og hættir að fá styrk 31. desember árið sem það verður 18 ára.

Byrjendaflokkur karla/kvenna (2011-2012) = 47.000

Minnibolti 8-9 ára (2009-2010) = 57.000

Minnibolti 10 og 11 ára (2007-2008) = 61.500

7. 8. flokkur (2005-2006)= 75.000

9. og 10. flokkur (2003-2004) = 80.000

Stúlknaflokkur kv. = 80.000
 (einungis niðurgreitt fram að áramótum fyrir 18 ára).

Drengja- og unglingafl. = 80.000
(einungis niðurgreitt fram að áramótum fyrir 18 ára).

Greidd æfingargjöld fást ekki endurgreidd nema í sérstökum tilfellum og er þá um að ræða veikindi eða slys hjá iðkenda. Ef iðkandi slasast ber forráðamanni að senda tölvupóst á stefan@haukar.is.

Breytingar hafa orðið á systkina afslætti en núna eru ekki neinn afsláttur á milli deilda. Þess í staða er afslátturinn þannig að 3. iðkun innar deildar er frí þannig að alltaf er greitt fyrir tvær iðkanir hjá körfuknattleiksdeild. Þegar að þessi afsláttur er nýttur er það ódýrasta iðkunin sem er frí en sé sá iðkandi ekki að nýta frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar verður gjaldið aðeins lækkað niður í upphæð styrksins. Ef þú hefur rétt á systkinaafslætti þá á að hafa sambandi við stefan@haukar.is.