Æfingagjöld körfuknattleiksdeildar

Æfingagjöld tímabilið 2023-2024
Forráðamenn greiða eingöngu mismuninn á æfingagjaldi og niðurgreiðslu.
Þeir sem búa utan Hafnarfjarðar greiða fullt gjald.
Öll æfingagjöld eru ÁRSGJÖLD.

Skráningar fara fram í gegnum Sportabler forritið. Sportabler er einnig notað til að hafa samskipti við forráðamenn, allir þurfa því að stofna aðgang að Sportabler. Í skráningarferlinu er boðið upp á að nýta frístundastyrkinn frá Hafnarfjarðarbæ.

Niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðarbæ er kr. 4500 kr á mánuði. Heildarupphæð sem niðurgreiðsla nemur dregst frá heildarupphæð æfingagjalda. Muna að „haka við“ nýta frístundastyrk ef nota á frístundastyrkinn upp í gjaldið. Það er því mikilvægt að skrá sig sem fyrst inná niðurgreiðsluna hjá Hafnarfjarðarbæ svo niðurgreiðslur hefjist strax.

ATH. Árið sem iðkandi verður sex ára getur það byrjað að fá styrk frá 1. janúar og hættir að fá styrk 31. desember árið sem það verður 18 ára.

Hægt er að greiða æfingargjaldið hér.

Special Olympics yngri (2011-2016) = 45.000 kr.

Special Olympics eldri (2006-2010) = 49.000 kr.

Leikskólahópur drengja/stúlkna (2017-2018) = 30.000 kr.

Byrjendaflokkur karla/kvenna (2015-2016) = 71.000 kr.

Minnibolti 8-9 ára (2013-2014) = 86.500 kr.

Minnibolti 10 ára (2012) = 90.000 kr.

Minnibolti 11 ára (2011) = 107.000 kr.

7, 8. flokkur (2009-2010)= 120.000 kr.

9., 10., 11. og 12. flokkur (2004-2008) = 122.500 kr.

Ungmennaflokkur (2002-2003) = 75.000 kr.

Greidd æfingagjöld fást ekki endurgreidd nema í sérstökum tilvikum, t.a.m. ef um er að ræða veikindi eða slys hjá iðkanda. Frístundastyrkur fæst ekki endurgreiddur ef iðkandi hættir hjá félaginu. Ef iðkandi hættir að sækja æfingar ber forráðamanni að senda tölvupóst á emilbarja@haukar.is. Tilkynning til þjálfara nægir ekki.
Systkinaafsláttur er veitur milli deilda með þeim hætti að fjórða iðkun fjölskyldu innan félagsins er frí. Þannig greiðir hver fjölskylda í mesta lagi fyrir þrjár iðkanir í yngri flokka starfi félagsins. Ef þú hefur rétt á systkinaafslætti fyrir þitt barn þá þarf að hafa sambandi við emilbarja@haukar.is.
Hlökkum til samstarfsins,
starfsfólk og þjálfarar Hauka.