Æfingagjöld knattspyrna

Æfingagjöld tímabilið 2018-2019

Skráning fer fram inn á www.hafnarfjordur.is – ,,Mínar síður“. Niðurgreiðslan frá Hafnarfjarðarbæ er kr. 4.000,- á mánuði fyrir 6 – 18 ára. Heildarupphæð sem niðurgreiðsla nemur dregst frá heildarupphæð æfingagjalda. Það er því mikilvægt að skrá sig sem fyrst í gegnum „Mínar síður“ á vef Hafnarfjarðarbæjar svo niðurgreiðslur hefjist strax.

Rauð keppnistreyja frá Errea fylgir með árgjaldi í öllum flokkum. Til þess að fá treyju þarf að ganga frá pöntun fyrir áramót (mátunardagur hefur þegar farið fram á Ásvöllum. Þeir sem eiga eftir að panta þurfa að fara í ERREA búðina í Bæjarlind og ganga frá pöntun fyrir áramót). Sé pantað síðar þarf að greiða fyrir treyjuna jafnvel þó árgjald hafi verið greitt. Mátunar- og pöntunardagur verður auglýstur fljótlega. Gert er ráð fyrir að treyjan verði afhent í mars 2019. Framvísa þarf kvittun fyrir skráningu og greiðslu æfingagjalda þegar treyja er pöntuð.

8. flokkur barna (2013 og 2014) = 39.500
ATH niðurgreiðsla hefst árið sem iðkandinn verður 6 ára.

7. flokkur (2011-2012) = 81.540

6. flokkur (2009-2010)  = 97.350

5. flokkur (2007-2008) = 97.350

4. flokkur (2005-2006) = 97.350

3. flokkur (2003-2004) = 97.350

2. flokkur (2002-2000) = 97.350

 

Sumar- og vorönn (1.1.-1.9.)

8.flokkur barna = 29.625

7.flokkur = 61.155

2.-6. flokkur = 73.013

Greidd æfingargjöld fást ekki endurgreidd nema í sérstökum tilfellum og er þá um að ræða veikindi eða slys hjá iðkanda. Hafa þarf samband við helga@haukar.is og láta vita ef um slíkt er að ræða. Ef iðkandi hættir þarf úrsögn að berast með tölvupósti á helga@haukar.is. Hafi gjöldum verið skipt niður er hægt að bakfæra þær greiðslur sem eftir standa.

Systkinaafsláttur:

Systkinaafsláttur er með þeim hætti að 3. iðkun innan deildar er frí. Þegar þessi afsláttur er nýttur er það ódýrasta iðkunin sem er frí. Sé iðkandi ekki að nýta frístundastyrk Hafnarfjarðar annars staðar er gjaldið lækkað í þá upphæð er nemur styrknum. Greiða þarf fyrir keppnistreyju sé iðkandi á frígjaldi.

Til þess að nýta afsláttinn þarf að hafa samband við helga@haukar.is