Kristinn Jónasson nýr formaður kkd. Hauka

Kristinn Jónasson var kjörinn formaður Körfuknattleiksdeildar Hauka á auka aðalfundi deildarinnar á dögunum.

Kristinn, sem er fyrrverandi leikmaður mfl. karla, tekur við af Braga Magnússyni sem lét af formennsku fyrr í vetur.

Aðrar breytingar á stjórn deildarinnar voru þær að Emil Örn Sigurðarson og Tobías Sveinbjörnsson gengur úr stjórn ásamt Braga sem hætti fyrr í vetur. Er þeim þakkað fyrir þeirra framlag til félagsins. Inn í stjórnina komu þau Brynjar Þór Þorsteinsson, Helena Sverrirsdóttir, Ingi Björn Jónsson, Sara Pálmadóttir, Steinar Aronsson og Þorsteinn Þorsteinsson.

Ný stjórn hefur tekið til starfa og má vænta frétta af leikmanna- og þjálfaramálum á næstunni.