Gleðilegt sumar

Í dag fögnum við fyrsta degi sumars. Dagurinn tekur vel á móti okkur með blíðu og fallegu veðri. Vetur er að baki og ævintýri sumarsins eru á næsta leyti. Haukar munu í sumar bjóða upp á margvísleg spennandi námskeið í hinum ýmsu íþróttagreinum. Við horfum líka til íþróttastarfs vetrarins og metum árangur og þær væntingar sem gerðar voru. Margt gekk vel, annað hefði mögulega verið hægt að gera betur. Okkar frábæra íþróttafólk leggur sig alltaf fram um að ná góðum árangri og Haukar hafa lagt mikla áherslu á að skapa góða umgjörð um allt íþróttastarf. Við eigum að vera stolt af félaginu okkar, íþróttafólkinu okkar, sjálfboðaliðum, stuðningsaðilum og starfsfólki. Með það að leiðarljósi fögnum við komandi sumri.
Njótum komandi sumardaga.
Áfram Haukar.