Glæsileg frammistaða Haukastelpna á Símamótinu

HaukarSímamótið var haldið síðustu helgi og reyndist virkilega vel lukkað og skemmtilegt. Haukar sendu alls 10 lið úr þremur af yngstu aldursflokkunum til leiks og má segja að árangur þeirra hafi félaginu til mikils sóma. Liðin spiluðu öll góðan fótbolta og ekki skemmdi fyrir að vel gekk að skora meira en andstæðingurinn þó sá árangur skipti auðvitað minna máli en skemmtunin á þessum aldri.

Öll liðin náði þeim árangri að vera í efstu sex sætum í sínum aldurs og styrkleikaflokki af þeim fjölmörgu félögum sem skráð voru á símamótinu. Haukar mættu tímanlega á föstudeginum og var slegið upp nokkurskonar tjaldbúðum sem einkenndust af rauðum Haukatreyjum og mikilli gleði.

Stelpurnar stóðu sig frábærlega á mótinu og sýndu glæsileg tilþrif ásamt því að þær spiluðu eins og áður sagði fallegan fótbolta. Þær voru sínu félagi til sóma bæði innan sem utan vallar og framkoma þeirra til fyrirmyndar. Foreldra- og fjölskylduhópur Hauka lét vel í sér heyra á hliðarlínunum og var sem áttundi maður vallarins (þar sem þessir flokkar leika í sjö manna bolta).
Það er því greinilegt eftir þessa helgi að framtíð Hauka er björt og vel haldið utan um þá hópa, allt frá þjálfurum til farastjóra.