Vellir Sportbar styrkir landsliðskrakka Hauka

Vellir Sportbar, sem er til húsa á Hótel Völlum hefur ákveðið að styrkja yngri leikmenn Hauka í handbolta, sem hafa verið valdir í landsliðsverkefni í sumar. Allir leikmenn handknattleiksdeildar Hauka sem valdir hafa verið og fara í verkefnin U20 og U18 EM karla og U20 og U18 HM kvenna munu fá styrk að upphæð 75 þúsund krónur hver. Mjög svo rausnarlegt framtak hjá nágrönnum okkur á Vellir Sportbar og þökkum við þeim kærlega fyrir. Það er óskandi að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið og styðji við bakið á þessum framtíðarhetjum og fyrirmyndum bæjarins sem keppa fyrir hönd Íslands. Við hvetjum alla stuðningsmenn Hauka að leggja leið sína á Velli Sportbar, en þar eru reglulega beinar útsendingar frá stórleikjum í fjölmörgum íþróttagreinum og veitingar við hæfi hvers og eins.

Kærar þakkir Vellir Sportbar