Aðalfundur Hauka 2024

Í gær var haldinn fjölmennur aðalfundur félagsins í Samkomusalnum hér á Ásvöllum.
Í ársskýrslu aðalstjórnar kom fram að rekstur félagsins er með ágætum og ársreikningar jákvæðir.
Magnús Gunnarsson var endurkjörinn formaður. Aðrir í aðalstjórn félagsins eru, Valgerður Sigurðardóttir varaformaður, Guðborg Halldórsdóttir gjaldkeri, meðstjórnendur Andri Már Ólafsson, Elva Guðmundsdóttir, Brynjar Steingrímsson, Baldur Óli Sigurðsson, Halldór Jón Garðarsson, Oddný Sófusdóttir, Eiríkur Svanur Sigfússon, Kristján Ó. Davíðsson og Bjarni H. Geirsson.
Mikill og góður hugur var í fundarmönnum, tilhlökkun mikil með tilkomu knatthallarinnar og ljóst að bjartir tímar er framundan með öflugu íþróttastarfi.
(ársskýrsluna má sjá hér)
Haukar_Ársskýrsla 2023