Stuðningsmannakvöld Hauka 30.apríl

Það verður sannkölluð Haukaveisla 30.apríl þar sem knattspyrnudeild Hauka ætlar að halda alvöru teiti.
Húsið opnar 19:30 og dagskrá hefst í kringum 20:00 og er frítt inn!!
Dagskrá:
  • ⚽️ Leikmannakynningar
  • 🎤 Viðtöl við þjálfarateymi meistaraflokks karla og kvenna þar sem farið verður yfir komandi tímabil
  • ❤️ Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari mætir og segir m.a. frá tíma sínum hjá Haukum ásamt því að fara yfir sinn litríka þjálfaraferill eins og honum einum er lagið
  • 😤 Kristján Óli Sigurðsson, betur þekktur sem Höfðinginn, verður síðan með Pub-Quiz á tandurhreinni íslensku
  • 🎟️ Sala á ársmiðum og Haukum í Horni
  • 🍻🍔 Bjór og burger á frábæru verði

Það er öllu tjaldað til og við vonumst til þess að sjá sem flesta. Áfram Haukar❤️

Stuðningsmannakvöld knattspyrnudeildar Hauka