Stuðningsmannakvöld knattspyrnudeildar Hauka

Stuðningsmannakvöld Hauka 30.apríl

Það verður sannkölluð Haukaveisla 30.apríl þar sem knattspyrnudeild Hauka ætlar að halda alvöru teiti. Húsið opnar 19:30 og dagskrá hefst í kringum 20:00 og er frítt inn!! Dagskrá:  Leikmannakynningar  Viðtöl við þjálfarateymi meistaraflokks karla og kvenna þar sem farið verður yfir komandi tímabil Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari mætir og segir m.a. frá […]

„BiRTU völlurinn“ er nýtt nafn á heimavelli Hauka að Ásvöllum

Birta-landsamtök og knattspyrnudeild Hauka hafa ákveðið að fara í samstarf og fær heimavöllur Hauka nýtt nafn, „BiRTU völlurinn“. Birta -landssamtök er félag foreldra og forráðamanna sem misst hafa börn eða ungmenni skyndilega. Tilgangur samtakanna og markmið er að standa fyrir fræðslu og ýmsum viðburðum á landsvísu, fyrir syrgjandi foreldra og fjölskyldur þeirra. Birta-landssamtök styðja félagsmenn […]

Ian Jeffs semur við knattspyrnudeild Hauka

Ian Jeffs hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Hauka um þjálfun meistaraflokks karla. Um er að ræða afar mikilvæga og spennandi ráðningu fyrir knatttspyrnudeild Hauka. Frá vinstri. Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla, og Ian Jeffs við undirskriftina. Ljósmyndari: Hulda Margrét ljósmyndari / photography Jeffsy eins og hann er kallaður mun halda áfram uppbyggingu á […]

Góður árangur á Laola Cup í Þýskalandi

Strákarnir í 3. flokki komu heim frá Þýskalandi á laugardaginn úr mjög vel heppnaðri keppnisferð. Í ferðinni sem var til Hamborgar kepptu þeir á alþjóðlegu æfingamótinu “Laola Cup” sem fór fram á æfingasvæði Hamburger Sport-Verein (HSV) og mættu andstæðingum víða að úr heiminum meðal annars úrvalsliði frá Gambíu, liði frá Kanada, Egyptlandi og svo auðvitað […]

Mikil ánægja með Knattspyrnuskóla PSV á Ásvöllum

Knattspyrnuskóli PSV í samstarfi við Knattspyrnufélagið Hauka fór fram dagana 10. – 14. júlí á Ásvöllum þar sem yfir 70 stelpur og strákar á aldrinum 9 – 16 ára æfðu undir handleiðslu þjálfara frá knattspyrnuakademíu PSV Eindhoven. Skólinn gekk afar vel og var almennt mikil ánægja á meðal þátttakenda sem og þjálfarana frá PSV sem […]

Knattspyrnuskóli PSV Eindhoven og Hauka

PSV Eindhoven akademían verður með knattspyrnuskóla á Íslandi í samstarfi við knattspyrnufélagið Hauka daganna 10. – 14. júlí 2023. Æfingarbúðirnar verða fyrir stelpur og stráka á aldrinum 9 – 16 ára. Þjálfarar frá knattspyrnuakademíu PSV Eindhoven stýra knattspyrnuskólanum líkt og þeir gerðu við góðan orðstír fyrir Covid19 með aðstoð frá þjálfurum yngri flokka Hauka. Æfingadagar: […]

Hæfileikamót N1 og KSÍ í maí – Þrír leikmenn úr 4. flokki kk valdir

Þórhallur Siggeirsson, yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ, hefur valið fjóra hópa sem taka þátt í Hæfileikamóti 15.-17. maí. Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli, Framvelli og Laugardalsvelli. Þrír leikmenn úr 4. flokki karla hafa verið valdir að þessu sinni,  Jón Viktor Hauksson, Matthías Logi Baldursson og Sebastian Sigurðsson. Gríðalega hæfileikaríkir drengir sem eiga framtíðina fyrir sér. Knattspyrnudeild […]

Björgvin Stefánsson

Knattspyrnudeild Hauka hefur samið við 3 nýja leikmenn

Björgvin Stefánsson hefur fengið félagaskipti í Hauka, skiptir yfir til uppeldisfélagsins frá KR, Tumi Þorvarsson kemur á láni frá HK og Sölvi Sigmarsson kemur frá Fjolnir á láni. Tumi og Sölvi eru mjög efnilegir strákar og erum við spennt að sjá þá spreyta sig á Ásvöllum í sumar. Björgvin bjóðum við velkominn aftur heim frá KR. Hjá […]

Næstu leikir meistaraflokka Hauka í knattspyrnu

Meistaraflokkur kvenna spilar fimmtudaginn 27. apríl í Mjólkurbikarnum. KH kemur í heimsókn á Ásvelli og byrjar leikurinn kl 19:00. Meistaraflokkur karla spilar úrslitaleik í Lengjubikarnum, föstudaginn 28. apríl. ÍR munu heimsækja Ásvelli og byrjar leikurinn kl 18:45. Minnum á að grillið verður í fullum gangi fyrir leik þar sem boðið verður uppá hamborgara á vægu […]