Mikil ánægja með Knattspyrnuskóla PSV á Ásvöllum

Knattspyrnuskóli PSV í samstarfi við Knattspyrnufélagið Hauka fór fram dagana 10. – 14. júlí á Ásvöllum þar sem yfir 70 stelpur og strákar á aldrinum 9 – 16 ára æfðu undir handleiðslu þjálfara frá knattspyrnuakademíu PSV Eindhoven.

Skólinn gekk afar vel og var almennt mikil ánægja á meðal þátttakenda sem og þjálfarana frá PSV sem voru mjög ánægðir með frammistöðu okkar íslensku iðkenda.

Þess má geta að leikmenn eins og Ronaldo, Eiður Smári Guðjónsen, Cody Gakpo, Memphis Depay, Steven Bergwijn og Arjen Robben hafa farið í gegnum æfingarkerfi PSV með gríðarlega góðum árangri.

Knattspyrnufélagið Haukar þakka PSV innilega fyrir samstarfið þetta sumarið sem og öllum þátttakendum.

Stefnt er á að Knattspyrnuskóli PSV verði haldinn aftur á Ásvöllum sumarið 2024 og verður það kynnt í byrjun næsta árs.