Hæfileikamót N1 og KSÍ í maí – Þrír leikmenn úr 4. flokki kk valdir

Þórhallur Siggeirsson, yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ, hefur valið fjóra hópa sem taka þátt í Hæfileikamóti 15.-17. maí. Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli, Framvelli og Laugardalsvelli. Þrír leikmenn úr 4. flokki karla hafa verið valdir að þessu sinni,  Jón Viktor Hauksson, Matthías Logi Baldursson og Sebastian Sigurðsson.

Gríðalega hæfileikaríkir drengir sem eiga framtíðina fyrir sér. Knattspyrnudeild Hauka óskar strákunum innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis!

Frekari upplýsingar um hópinn má finna á vef KSÍ.