Jón Aðalsteinn Kristjánsson ráðinn þjálfari 2. flokks karla í knattspyrnu

Gengið hefur verið frá ráðningu Jóns Aðalsteins Kristjánssonar sem þjálfara 2. flokks karla í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Jón eða Nonni eins og hann er jafnan kallaður er okkur að góðu kunnugur en hann er Haukamaður og spilaði með yngri flokkum Hauka. 

Nonni er fæddur árið 1977, og hefur þjálfað í neðri deildunum hér á Íslandi allt frá árinu 2001. Meðal liða sem hann hefur þjálfað eru ÍH, Skallagrímur, Hamar og meistaraflokkar kvenna hjá Val og Fylki. Hann hefur auk þess komið að þjálfun yngri flokka hjá Fram, Val og Breiðablik. Nú síðast var hann í þjálfarateymi Víkinga hjá 2. flokki karla. 

Nonni er reynslumikill og afar metnaðarfullur þjálfari og lýsir knattspyrnudeild félagsins yfir ánægju með að fá hann inn í annars öflug þjálfarateymi félagsins.