Knattspyrnudeild Hauka hefur samið við 3 nýja leikmenn

Björgvin Stefánsson hefur fengið félagaskipti í Hauka, skiptir yfir til uppeldisfélagsins frá KR, Tumi Þorvarsson kemur á láni frá HK og Sölvi Sigmarsson kemur frá Fjolnir á láni. Tumi og Sölvi eru mjög efnilegir strákar og erum við spennt að sjá þá spreyta sig á Ásvöllum í sumar.
Sölvi Sigmarsson

Sölvi Sigmarsson

Tumi Þorvarsson

Tumi Þorvarsson

Björgvin bjóðum við velkominn aftur heim frá KR. Hjá KR lék hann tímabilin 2018-19 en hann hefur ekki spilað KSÍ leik síðan í mars 2020 vegna meiðsla. Björgvin er einbeittur í að koma sér inn á knattspyrnuvöllinn og verður spennandi að sjá þennan frábæra markaskora á Ásvöllum í sumar. Björgvin lék me Haukum tímabilin 2011-2013, 2015 og 2017 en síðasta tímabil Björgvins með Haukum í 2017 skoraði hann 14 mörk í 19 leikjum⚽️  Alls hefur hann skorað 40 deildarmörk fyrir Hauka, öll í 1. deild. 
Við óskum þeim góðs gengis!
Björgvin Stefánsson

Björgvin Stefánsson