Hilmar og Brynjar til liðs við Hauka

HaukarTveir leikmenn hafa gert félagsskipti til Hauka að undanförnu, annar kemur að láni en hinn gekk alfarið til liðs við Hauka. Um er að ræða Brynjar Benediktsson sem kemur til Hauka frá Leikni og hinsvegar Hilmar Rafn Emilsson sem kemur að láni frá Val en flestir Haukarar ættu nú að kannast við Hilmar, sem hefur alla sína tíð leikið fyrir Hauka, að undanskyldu þessu tímabili.

Báðir eru þeir sókndjarfir leikmenn, Brynjar gekk til liðs við Leikni fyrir þetta tímabil og spilaði fjóra leiki í sumar en var að undanförnu notaður sem varamaður hjá Willum Þór, þjálfara Leiknis. Brynjar er 22 ára, og hefur einnig spilað með ÍR í 1.deildinni en hann er uppalinn hjá Fimleikafélaginu í Hafnarfirði. Í fyrra skoraði hann fjögur mörk í 16 leikjum fyrir ÍR í 1.deildinni.

Hilmar Rafn Emilsson kemur eins og fyrr segir til Hauka að láni frá Val. Hann gekk til liðs við Vals í vetur, en hefur verið óheppinn með meiðsli og hefur einungis komið við sögu í einum leik í Pepsi-deild karla í sumar.  Hann er 26 ára og hefur leikið 117 meistaraflokks leiki fyrir Hauka og skorað 42 mörk en hann var til að mynda markahæsti leikmaður Hauka á síðasta tímabili með sjö mörk í 16 leikjum.

 Við bjóðum Brynjar Benediktsson velkomin í Hauka sem og að sjálfsögðu bjóðum við Hilmar Rafn velkominn heim aftur.

Næsti leikur Hauka í 1.deildinni er næstkomandi laugardag, á Sauðárkróki gegn Tindastól. Hefst sá leikur klukkan 16:00. Viku síðar mæta síðan Hattarmenn í heimsókn á Ásvelli.