Oddný tekur við sem formaður meistaraflokksráðs kvenna

Oddný Sófusdóttir hefur tekið við sem formaður meistaraflokksráðs kvenna í knattspyrnu og tekur hún við af Halldóri Jóni Garðarssyni sem gegnt hefur því starfi síðustu 3 1/2 ár en hann tók við sem formaður knattspyrnudeildar Hauka um miðjan ágúst sl. Stjórn knattspyrnudeildar fagnar komu Oddnýjar þar sem hún mun án efa styrkja starfið enn frekar […]

Gleðifréttir frá bæjarráði Hafnarfjarðar um knatthús á Ásvöllum

Á fundi bæjarráðs í dag var samþykkt samkomulag um byggingu knattspyrnuhúss á Ásvöllum, Einum langþráðum áfanga er náð og vonandi tekst bæjaryfirvöldum í samvinnu við Knattspyrnufélagið Hauka að standa myndarlega að framkvæmdum við hið nýja knattspyrnuhús, en aðstöðu til iðkunar knattspyrnu innahúss hefur sárvantað á Ásvöllum. Hægt er að sjá samkomulagið á http://ibuagatt.hafnarfjordur.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=_r4oYhsHEKJH5xb4h0AAC&meetingid=1912017F%20%20%20%20%20%20%20&filename=&cc=Document Áfram Haukar!  

Fimm leikmenn valdir í Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Þeir Andri Steinn Ingvarsson, Birkir Brynjarsson, Magnús Ingi Halldórsson, Pálmar Stefánsson og Þorsteinn Ómar Ágústsson hafa verið valdir til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru allir á eldra ári í 4. flokki en þjálfari er Freyr Sverrisson og aðstoðar þjálfari er Viktor Ingi Sigurjónsson. Æfingarnar fara fram í Egilshöll sunnudaginn 19.janúar […]

Elín, Erla og Mikaela valdar á U17 úrtaksæfingar

Þrír leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum með U17 ára landsliðinu en það eru þær Elín Björg Símonardóttir, Erla Sól Vigfúsdóttir og Mikaela Nótt Pétursdóttir. Æfingarnar fara fram 22.– 24. janúar undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar, þjálfara U17 ára landsliðs Íslands. Vel gert stelpur og gangi ykkur vel!

Chanté endurnýjar samning við knattspyrnudeild Hauka

Markvörðurinn Chanté Sherese Sandiford hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til lok árs 2022. Chanté gekk til liðs við félagið fyrir síðasta tímabil og var valin í lið ársins í Inkasso deildinni ásamt því að vera valin besti leikmaður Hauka að mati leikmana. Chanté er lykil leikmaður í meistaraflokki kvenna og er […]

BÓNUSMÁNUÐUR

HSÍ og Bónus í samvinnu við aðildarfélög HSÍ bjóða krökkum í 1.-4. bekk að æfa handbolta frítt í janúar. Einnig fá þeir sem skrá sig frían mjúkbolta. Komdu í handbolta. Smelltu á linkinn til að skrá þig: www.hsi.is. Haukar bjóða alla nýja iðkendur velkomna á æfingu á Ásvöllum við toppaðstæður og með faglega þjálfara í […]

Arnar Númi valinn í U17 ára landsliðið í knattspyrnu

Arnar Númi Gíslason hefur verið valinn í U17 ára landsliðið í knattspyrnu sem tekur þátt í Development Cup í Minsk í Hvíta Rússlandi dagana 19. – 25. janúar næstkomandi en Ísland er í riðli með Georgíu, Tadsíkistan og Ísrael á mótinu. Davíð Snorri Jónasson er landsliðsþjálfari U17 karla. Númi er á sextánda ári í 3. […]