Öflugir, vel menntaðir og reynslumiklir þjálfarar í knattspyrnudeild Hauka

Knattspyrnudeild Hauka hefur á að skipa afar öflugum og vel menntuðum þjálfurum sem búa yfir mikilli reynslu sem og ungum og metnaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á þjálfun og læra af þeim eldri.

Við bjóðum iðkendur á öllum aldri að ganga til liðs við knattspyrnudeild Hauka þar sem okkar markmið er að veita fyrsta flokks þjálfun ásamt því leiðarljósi að íþróttaiðkun skuli vera þroskandi bæði líkamlega, sálrænt og félagslega.

Þjálfarar knattspyrnudeildar Hauka keppnistímabilið 2020 eru fv. Þórarinn Jónas Ásgeirsson, Luka Kostic, Freyr Sverrisson, Salih Heimir Porca, Kári Sveinsson, Viktor Ingi Sigurjónsson, Hilmar Trausti Arnarson, Hilmar Rafn Emilsson, Einar Karl Ágústsson, Igor Bjarni Kostic, Jakob Leó Bjarnason, Helga Helgadóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Berg, Ásdís Petra Oddsdóttir, Stefán Svan Stefánsson, Friðbert Bjarki Guðjónsson, Chanté Sandiford, Kristján Ómar Björnsson og Sigmundur Einar Jónsson. Á myndina vantar Árna Ásbjarnarson, Ásgeir Þór Ingólfsson og Svövu Björnsdóttur. Auk þess koma margir ungir og efnilegir aðstoðarmenn að þjálfun yngstu flokkana.