Reisugildi Knattspyrnuhallar Hauka

Það var merkilegur dagur í sögu Hauka þegar boðið var til reisugildis í gær, 29. febrúar, en þar mættu fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Hauka, verkhönnuðir og starfsmenn ÍAV, en ÍAV er byggingaraðili knatthallarinnar.

Nú  er búið að koma upp öllu stálvirki og steypuvinnu er lokið við bygginguna og erum við Haukar einstaklega ánægðir með framvindu verksins.  Mikil alúð er lögð í alla verkþætti og afar ánægjulegt að fylgjast með þeim fjölda starfsmanna sem vinnur að þessu mikla mannvirki, oft við krefjandi aðstæður.  Verkið er á áætlun og gert er ráð fyrir að ÍAV afhendi Knatthöllina til okkar í lok nóvembermánaðar.   Það er mikið tilhlökkunarefni að sjá stóra drauma um glæsilega aðstöðu vera að rætast.

Hér má sjá nokkrar myndir frá reisugildinu í gær.

Áfram Haukar!