Katrín Ósk vann Gull.

Um liðna helgi tóku 9 krakkar frá Haukum þátt í Stúlkna og drengjameistaramóti Reykjavíkur.
Stóðu krakkarnir sig allir með prýði og fékk ég sérstakar kveðjur eftir mótið hversu glæsilegur hópur þetta hefði verið.
Í Opnum flokki fékk Tristan Nash Openia Silfurverðlaun í flokki keppenda í 2011 árgangi.
Finnur Dreki lenti í 5. sæti í yngri flokki 2014-2015 og átti möguleika á að vinna fram í síðustu umferð.
Katrín Ósk Tómasdóttir vann svo glæsilega til Gullverðlauna í stúlknaflokki 2014-2015.
Vel gert Katrín og allir hinir keppendurnir.
Næsta mót hjá þessum krökkum verður svo væntanlega Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur sem fram fer helgina 5/4-7/4.
Aftur til hamingju krakkar ❤️🎈🎉🎊