Nýliðanámskeið Skokkhóps Hauka 2024 hefst mánudaginn 8. apríl.

Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna. Linda Guðmundsdóttir er aðalþjálfari námskeiðsins, en aðalþjálfari Skokkhópsins, Hreiðar Júlíusson, kemur einnig að skipulagi og utanumhaldi.
Námskeiðið er átta vikur.
Æfingar eru þrisvar í viku:
– mánudaga klukkan 17:30
– miðvikudaga klukkan 17:30
– laugardaga klukkan 9:00
Æfingar hefjast jafnan á íþróttasvæði Hauka, Ásvöllum, en auk þess má búast við því að æfingar fari fram á stígunum við Hvaleyrarvatn.
Í lok námskeiðsins eru þáttakendur hvattir til þess að halda áfram að æfa með skokkhópnum og gildir námskeiðsgjaldið einnig sem aðildargjald til áramóta. Námskeiðsgjaldið er 15.000,-
Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að vera í stakk búnir til að hlaupa 5 km í Miðnæturhlaupinu í júní og einnig taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst.
Skráning og frekari upplýsingar fer fram í netfanginu haukarskokk@gmail.com
Viðburður á Facebook: https://www.facebook.com/events/262854556891900