Hergeir Grímsson til liðs við Hauka

Hergeir Grímsson gengur til liðs við Hauka að lokinni yfirstandandi leiktíð frá Stjörnunni. Hergeir skrifaði undir tveggja ára samning við Hauka.

Hergeir sem er 27 ára gamall er uppalinn Selfyssingur og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2019 eftir spennandi úrslitarimmu við Hauka það árið. Hergeir lék með yngri landsliðum Íslands og hefur verið í lykilhlutverki í liði Stjörnunnar undanfarin ár. En þaðan kom hann frá Selfossi.

Í Hergeiri fáum við vinnusaman, baráttuglaðan og dýnamískan leikmann sem mun styrkja liðið okkar í baráttunni.
Velkominn í Hauka!