Fimm leikmenn valdir í Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Þeir Andri Steinn Ingvarsson, Birkir Brynjarsson, Magnús Ingi Halldórsson, Pálmar Stefánsson og Þorsteinn Ómar Ágústsson hafa verið valdir til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Höfuðborgarsvæðinu.

Þeir eru allir á eldra ári í 4. flokki en þjálfari er Freyr Sverrisson og aðstoðar þjálfari er Viktor Ingi Sigurjónsson.
Æfingarnar fara fram í Egilshöll sunnudaginn 19.janúar 2020 undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar, þjálfara.

Til hamingju drengir og gangi ykkur vel!

Fv. Pálmar Stefánsson, Birkir Brynjarsson, Þorsteinn Ómar Ágústsson, Andri Steinn Ingvarsson og Magnús Ingi Halldórsson