Hafnarfjarðarbær og Haukar undirrita samkomulag um knatthús

Í dag var skrifað undir samkomulag á milli Hafnarfjarðarbæjar og Knattspyrnufélagsins Hauka um byggingu knatthúss á Ásvöllum. Þau Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, og Samúel Guðmundsson, formaður Hauka, skrifuðu undir samkomulagið í hinum glæsilega Ólafssal ásamt Geir Bjarnasyni, íþrótta- og tómstundarfulltrúa bæjarins, og Magnúsi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Hauka. Nokkrir iðkendur í knattspyrnudeildinni sem voru á æfingum á Ásvöllum […]

Fram mætir á Ásvelli

Það er loksins komið að fyrsta leik ársins hjá meistaraflokki karla þegar að þeir fá Fram í heimsókn þriðjudaginn 28. janúar kl. 19:30. Strákarnir töpuðu síðasta leiknum fyrir pásu og mæta því dýrvitlausir á móti sterku Framliði sem sótti í sig veðrið í síðustu leikjum fyrir pásu eftir brösulega byrjun. Það má því búast við […]

Haukastúlkur í undanúrslitum Geysis bikarsins

Haukastúlkur eru komin í undanúrslit í Geysis bikar kvenna í körfubolta og fer leikurinn fram 13. febrúar næstkomandi í Laugardalshöll. Mótherjinn er Skallagrímur og ljóst að það verður hart barist um miða í úrslitin í ár. Við hvetjum að sjálfsögðu allt Haukafólk til að mæta á leikinn og hvetja okkar stelpur áfram til sigurs. Hér […]

Herrakvöld Hauka 2020

Herrakvöld Hauka verður haldið að Ásvöllum  nk. laugardag, 25. janúar. Veislustjórn kvöldsins verður í öruggum höndum Sveins Waage og Eyþór Ingi  kemur og skemmtir veislugestum. Stórkostlegur matur framreiddur af meistarakokknum Stefáni á Þremur frökkum og hans fólki. Miðaverð kr. 9.500 og kr. 8.500 fyrir Hauka í horni.  Húsið opnar kl. 19:00. Frábær skemtun og veisluborð […]

Fyrsti leikur á nýju ári

Það er loksins komið að fyrsta leik á nýju ári í handboltanum þegar að stelpurnar í meistaraflokki kvenna spila í Olísdeild kvenna. Leikurinn fer fram á morgun, laugardag, þegar að ÍBV kemur í heimsókn á Ásvelli kl. 16:00. Leikurinn er mjög mikilvægur í báráttunni um sæti í úrslitakeppni en með sigri styrkja stelpurnar stöðu sína […]