Þórður Jón undirritar nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka.

Þórður Jón Jóhannesson hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Hauka. Samningurinn er til eins árs. Þórður Jón eða Doddi er uppalinn Haukastrákur og á 63 leiki með meistaraflokki karla og hefur skorað 6 mörk fyrir félagið. Spilaði sína fyrstu leiki með Haukum árið 2011 og hefur verið lykilmaður í Haukaliðinu frá 2018. Einnig á hann 11 leiki með U-16 og U-17.

Knattspyrnudeild Hauka er gríðarlega ánægð með að hafa náð samkomulagi við Dodda og bindur miklar væntingar til hans í sumar. Hann á eftir að stýra miðjunni eins og herforingi og hjálpa liðinu aftur uppí 1.deild.

Áfram Haukar!

Þórður Jón ásamt Igor þjálfara.
Ljósmynd: Hulda Margrét