Páll Hróar Helgason hefur skrifað undir samning við Hauka

Páll Hróar Helgason hefur skrifað undir samning við Hauka og kemur hann frá Danska liðinu Braband IF. Páll sem er fæddur árið 2000 er vinstri bakvörður að upplagi og á 11 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

Páll er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur hann verið lánaður síðustu tímabil til Fjarðarbyggðar og KFG og hefur því talsverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Páll hefur spilað 35 leiki í 2 deild og mun hjálpa mikið ungu og efnilegu liði Hauka í baráttunni framundan. Haukar binda miklar vonir við hann á komandi tímabili og næstu árum.

Áfram Haukar

Páll Hróar ásamt Igor þjálfara
Ljósmynd. Hulda Margrét