Chanté endurnýjar samning við knattspyrnudeild Hauka

Markvörðurinn Chanté Sherese Sandiford hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til lok árs 2022.

Chanté gekk til liðs við félagið fyrir síðasta tímabil og var valin í lið ársins í Inkasso deildinni ásamt því að vera valin besti leikmaður Hauka að mati leikmana.

Chanté er lykil leikmaður í meistaraflokki kvenna og er mikil fyrirmynd þegar kemur að æfingum og hugarfari. Hún þjálfar einnig 5. flokk kvenna ásamt því að sinna markvarðaþjálfun fyrir yngri markverði Hauka.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar nýjum samningi við Chanté enda er hún mikilvægur hluti af Hauka fjölskyldunni.

Chanté Sherese Sandiford