Elín, Erla og Mikaela valdar á U17 úrtaksæfingar

Þrír leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum með U17 ára landsliðinu en það eru þær Elín Björg Símonardóttir, Erla Sól Vigfúsdóttir og Mikaela Nótt Pétursdóttir.

Æfingarnar fara fram 22.– 24. janúar undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar, þjálfara U17 ára landsliðs Íslands.

Vel gert stelpur og gangi ykkur vel!

Mikaela, Elín Björg og Erla Sól.