Graníthöllin sigraði í fyrirtækjamóti Skákdeildar Hauka

Graníthöllin fyrirtækjameistari Skákdeildar Hauka tímabilið 2014 Fyrirtækjamót Skákdeildar Hauka var haldið þriðjudaginn 29. apríl sl. Alls tóku 46 fyrirtæki þátt og eftir spennandi undanrásir komust 8 fyrirtæki í úrslit. Eftir úrslitakeppni þar sem úrslit réðust í síðustu umferð, lauk mótinu með sigri Graníthallarinnar. Jöfn í 2-4 sæti voru Fiskvinnslan Kambur ehf., Páll G Jónsson og […]

Graníthöllin sigrar fyrirtækjamót skákdeildar

Fyrirtækjamót skákdeildar Hauka var haldið þriðjudaginn 29. apríl sl. Eftirtalin fyrirtæki tóku þátt í keppninni. Landsbankinn, Hvalur hf., Fjarðarkaup ehf., Blómabúðin Dögg ehf., Myndform ehf., Sjóvá, Fura ehf., Hress, Heilsurækt, Aðalskoðun hf., Hópbílar hf., Saltkaup hf., Verkalýðsfélagið Hlíf, Hafnarfjarðarbær, Sælgætisgerðin Góa/Linda, Kentucky Fried Chicken, Actavis hf., Blekhylki.is, Útfararstofa Hafnarfjarðar, Hlaðbær – Colas hf., Tannlæknastofan Flatahrauni […]

Haukar jöfnuðu einvígið með glæsilegum sigri í Kaplakrika

Okkar menn mættu í Kaplakrikann í kvöld í fjórða leiknum í undanúrslitarimmunni við FH. Það voru heimamenn í FH sem byrjuðu betur en staðan var 9 – 6 eftir 16 mínútna leik. Þá tók nýjasti landsliðsmaður Hauka, Giedrius Morkunas, sig til og ákvað að skella í lás í markinu og okkar menn áttu frábæran kafla […]

Fjörið heldur áfram og nú þurfum við að vinna í Krikanum

Strákarnir sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum í Schenkerhöllinni á sunnudaginn og unnu stórsigur á FH. Margir sögðu að þetta væri liðið sem þeir þekktu og Haukafólk brosti breitt. Í kvöld, þriðjudag, heldur rimman áfram og við erum enn með bakið við vegginn, sem strákunum virðist líka vel við. Áhorfendur voru stórkostlegir á sunnudaginn […]

Lokahóf körfuknattleiksdeildar

Árlegt lokahóf körfuknattleiksdeildar verður haldið með pompi og prakt á föstudaginn næstkomandi í veislusal félagsins að Ásvöllum. Verður árið gert upp í máli og myndum og því upplagt tækifæri til að koma og gleðjast með leikmönnum, stjórnarmönnum og stuðningsmönnum. Veislustjóri að þessu sinni verður söngvarinn og skemmtikrafturinn Ingvar Jónsson. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst […]

Drengjaflokkur Íslandsmeistarar – uppgjör helgarinnar

Lokahelgi KKÍ var haldin með pompi og prakti í Smáranum, Kópavogi, um helgina þar sem spilaðir voru úrslitaleikir yngri flokka, 9 fl. – unglingaflokks. Haukar áttu þrjá flokka sem voru að spila um þann stóra og sigraði drengjaflokkur sinn leik en 10. fl. stúlkna og unglingaflokkur kvenna lutu í lægra haldi fyrir Keflvíkingum. Drengjaflokkur sigraði […]

Haukar sýndu mátt sinn og megin og unnu 15 marka sigur á FH

Það var fjör í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag þegar Haukar og FH mættust í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla. Haukar voru fyrir leikinn með bakið upp að vegg og urðu að sigra. Sópurinn frægi fór aldrei úr kassanum því strákarnir voru einbeittir og léku við hvern sinn fingur, bæði í vörn og […]

5. flokkur kvenna, eldra ár, Íslandsmeistarar, unnu alla leiki vetrarins

Um helgina var leikið síðasta mótið í 5. flokki kvenna eldra ár. Okkar stúlkur voru fyrir mótið taplausar og efstar á styrkleikalistanum. Fylkisstúlkur voru einnig taplausar þannig að það var ljóst að í síðasta mótinu myndu þessi lið mætast í leik sem yrði að öllum líkindum úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin mættust í fyrsta leik mótsins […]

Tryggjum öll saman Haukasigur í dag!

Í dag kl. 16.00 er þriðji leikurinn í undanúrslitaviðureign Hauka og FH á Ásvöllum.  Ekkert annað en Haukasigur kemur til greina og það mun því ekki einungis reyna á styrk okkar leikmanna heldur ekki síður stuðning Hauka í horni og annarra stuðningsamanna félagsins.Mætum öll tímanlega á Ásvelli í dag og eflum liðsandann og látum almennilega […]