5. flokkur kvenna, eldra ár, Íslandsmeistarar, unnu alla leiki vetrarins

Efri röð frá vinstri: Sigurjón þjálfari, Katrín, Hólmfríður, Berta Rut, Tinna Lind, Elísa, Þórdís, Alexandra Lif. Neðri röð frá vinstri: Friðbjörg, Wiktoría, Katla Sól, Eva, Alexandra J.Um helgina var leikið síðasta mótið í 5. flokki kvenna eldra ár. Okkar stúlkur voru fyrir mótið taplausar og efstar á styrkleikalistanum. Fylkisstúlkur voru einnig taplausar þannig að það var ljóst að í síðasta mótinu myndu þessi lið mætast í leik sem yrði að öllum líkindum úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin mættust í fyrsta leik mótsins í Kaplakrika í gær og var hart tekist á í skemmtilegum handboltaleik þar sem áhorfendur voru vel með á nótunum og studdu dyggilega við bakið á sínu liði. Fylkir komst í 2 – 4 en Haukastúlkur náð að jafna leikin og komast yfir. Þær leiddu svo með einu til þremur mörkum en lokaniðurstaðan var tveggja marka sigur, 15 – 13. Hina þrjá leikina unnu bæði lið örugglega og Íslandsmeistaratitilinn var í höfn og var fagnað innilega.

Þjálfari liðsins er Sigurjón Sigurðsson. Við óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju.

Úrslit leikjana í gær:

Haukar vs. Fylkir  15 – 13
Haukar vs. Fjölnir 17 – 6
Haukar vs. HK 21 – 9
Haukar vs. ÍR 27 -11

Alls skoruðu stelpurnar 80 mörk en fengu á sig 39. Sóknarnýting þeirra var 58% og tapaðir boltar aðeins 7. Markvarslan var einnig fín eða 46%.
Alls léku stelpurnar í 5 mótum í vetur og spiluðu 19 leiki + 1 sem var gefinn þar sem ÍBV komst ekki til leiks. Í þessum 19 leikjum skoruðu þær 352 mörk úr 549 tilraunum eða 64% sóknarnýting. Þær fengu á sig 154 mörk í þessum 19 leikjum. Markahæst var Alexandra Jóhannsdóttir með 110 mörk úr 144 skotum sem gerir 76% skotnýtingu. Næst kom Berta Rut sem skoraði 105 mörk úr 174 skotum sem gerir 60% nýtingu. Heildarmarkvarslan var 48%.

Þetta eru flottar stelpur og þarna er mikill efniviður sem fróðlegt verður að fylgjast með í framtíðinni. 

Áfram Haukar!

Fyrirliðinn, Alexandra J. ásamt Sigurjóni þjálfara liðsins