Nokkur orð frá formanni handknattleiksdeildar til Haukamanna

Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, sendir Haukafólki eftirfarandi línur: Á morgun leikum við þriðja leik í undanúrslitum í Schenkerhöllinni, Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum, og er mjög mikilvægt að við fáum öflugan stuðning ykkar sem er algerlega nauðsynlegur okkar liði til að halda áfram í úrslitakeppninni. Síðasti leikur var vel leikinn af okkar liði og vantaði […]

Baráttan heldur áfram og nú þurfum við sigur

Á morgun, sunnudag, heldur úrslitakeppni Olísdeildarinnar áfram og enn á ný mætast Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH. Leikurinn hefst kl. 16:00. Haukapiltar þurfa á sigri að halda og það er ekki nokkur spurning að þeir ætla sér sigur. Okkar menn þurfa nú að vinna FH þrisvar í röð og er það ókleifur hamar? Nei, gleymum því […]

Þrír yngri flokkar geta orðið Íslandsmeistarar um helgina

Körfuknattleiksdeild Hauka eiga þrjá yngri flokka sem spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn helgina í Smáranum. Allir þessar flokkar eiga góða möguleika á því að vinna sína leiki en þessir þrír flokkar spiluðu líka til úrslita um bikarinn en þá náði einungis 10 fl. stúlkna að vinna sinn leik á glæsilegan hátt.  Drengjaflokkur ríður á vaðið […]

Góðir kaflar dugðu ekki til og annað tapið í röð staðreynd

Úrslitakeppnin í Olísdeildinni hélt áfram í gær og fóru Haukapiltar í Kaplakrikann. Það var allt annað sjá til liðsins en í fyrstu viðureignni og góð byrjun lofaði góðu en eftir um 9 mínútna leik var staðan 1 – 4. Haukar náðu þó ekki að halda því forskoti lengi því FH náði fljótlega að jafna og […]

Leikur II í Kaplakrika í kvöld – allir að mæta

Það er skammt stórra högga á milli í undanúrslitum Olísdeildarinnar. Í kvöld, fimmtudag, mæta Haukapiltar í Kaplakrika og vonandi eru þeir reynslunni ríkari frá því í leiknum í gær. Leikurinn hefst kl. 19:45.Nú fjölmennum við á pallana og öskrum, klöppum og stöppum. Áfram Haukar!

IK-Cyrus-Handboll í heimsókn

Í páskavikunni komu 25 sænskir drengir (fd 1999) ásamt fararstjórum frá IK Cyrus – Handboll í heimsókn til íslands.  IK – Cyrus – Handboll er vinaklúbbur Hauka og voru þeir í sinni fjórðu heimsókn til félagsins. Þétt dagskráin var skipulögð í samráði við Hauka og heppnaðist í alla staði frábærlega. Sænsku piltarnir fóru í Bláa lónið, […]

Firmamót skákdeildar 2014

Firmamót skákdeildar verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl 2014 og hefst kl. 19:30.  Mótið verður að þessu sinni sameiginlega páska og sumarmót.   Mótið er öllum opið og fyrirkomulag er þannig að þátttakendur sem ekki tilheyra sérstöku fyrirtæki draga það fyrirtæki sem þeir tefla fyrir í mótinu. Við hvetjum alla skákáhugamenn til að mæta á skemmtilegt skákmót. […]

Fyrsta tapið á heimavelli í vetur

Í kvöld hófust undanúrslit í Olísdeild karla og fengu okkar menn lið FH í heimsókn. Frá upphafi leiks vantaði stemmningu í Haukaliðið á meðan flest virtist ganga upp hjá andstæðingunum. Hálfleikstölur voru 12 – 16 en í síðari hálfleik leit út fyrir að Haukar væru að komast inn í leikinn en á 38. mínútu náðu […]

Undanúrslit Olísdeildarinnar hefjast í kvöld

Í kvöld, þriðjudag, hefjast undanúrslit Olísdeildar karla og eru mótherjar Hauka lið FH. Sem deildarmeistarar eiga Haukar heimaleikjaréttinn og hefst leikurinn í Schenkerhöllinni kl. 19:45.Okkar menn hafa átt frábæran vetur. Unnið alla titla sem hafa verið í boði hingað til og sýnt mesta stöðugleikann í deildinni og eru verðskuldað deildarmeistarar. Þeir þurfa að mæta einbeittir […]

Giedrius valinn í landsliðshóp Litháen

Handboltasamband Litháen hefur kallað Giedrius Morkunas inn í  landsliðshóp Litháen. Giedrius hefur staðið sig mjög vel í marki Hauka sem greinilega hefur vakið áhuga landsliðsþjálfara Litháen og mun Giedrius spila með liðinu á sterku alþjóðlegu móti sem haldið verður í Kaunas í Litháen í lok maí. Í framhaldinu spilar landslið Litháen tvo leiki við Rússa […]