Úrslitin ráðast á Ásvöllum í dag 1. maí, nú fyllum við Schenkerhöllina

Stuðningsmenn Haukar eru flottur hópur sem lætur vel í sér heyraHún er búin að vera athyglisverð þessi undanúrslitarimma gegn FH. Fimleikafélagið vann fyrstu tvo leikina og setti okkar menn upp við vegg, áskorun sem okkar menn tóku með bros á vör og unnu næstu tvo. Nú þarf oddaleik til að fá úrslit í þetta einvígi og nú eru bæði lið undir sömu pressunni og verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer. Síðasti leikur á Ásvöllum var einleikur Hauka og unnu þeir stórsigur á FH. Í dag er nýr dagur, rauður dagur, og nýr leikur þar sem allt er undir. Leikurinn hefst kl. 16:00.
Við vonum að Haukafólk flykkist á Ásvelli og haldi áfram að láta vel í sér heyra því góð og öflug hvatning úr stúkunni getur gert gæfumuninn.
Þessi leikur er tekjuskiptur sem þýðir að leiðin skipta tekjunum af honum á milli sín. Það þýðir að Hauka í horni skírteinin gilda ekki, því miður, en Hauka í horni félagar eru samt beðnir um að hafa þau með til að komast í VIP rýmið.

Miðasalan opnar kl. 11:00. Opnað inn í Hauka í horni og inn í salinn kl. 15:00. Miðaverð er kr. 1.500 fyrir 16 ára og eldri. Frítt er fyrir 15 ára og yngri, fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja. 

Við skorum á alla að mæta í rauðu með bros á vör. 

Áfram Haukar!