Tap í fyrsta leik – næsti leikur strax á morgun

Eins og flestum Haukum er eflaust kunnugt töpuðu strákarnir okkar fyrsta leik sínum í úrslitarimmunni gegn Fram um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Í stuttu máli sagt náðu strákarnir sér aldei almennilega á strik í leiknum og voru undir nánast frá byrjun, slæmur kafli í byrjun leiks þar sem Fram komst í 7-2 reyndist okkar drengjum […]

Getraunaleiknum lokið

Um síðustu helgi var síðasta umferð Haukagetrauna spiluð. Gríðarleg spenna er um efstu sætin þar sem glæsilegir vinningar eru í boði. Úrslit keppninnar verða tilkynnt í sérstakri athöfn í hálfleik á fyrsta heimaleik okkar í meistaraflokki karla í fótbolta 17. maí nk. Keppnisráð þakkar öllum þátttakendum og starfsmönnum keppninnar fyrir störf og þátttöku í skemmtilegri […]

9 dagar í mót – Viktor Smári Hafsteinsson

Varnarmaðurinn nautsterki, Viktor Smári Hafsteinsson er einn af nýliðunum í meistaraflokks karla í knattspyrnu. Viktor kemur til Hauka að láni frá Keflavík þar sem hann hefur fengið nokkur tækifæri síðustu tvö sumur. Það sem kannski fáir vita er það, að Viktor lærði að sparka í bolta í fyrsta sinn í Haukum en í kringum táningsaldurinn […]

Ballið byrjar í kvöld: Haukar mæta Fram í fyrsta úrslitaleiknum

Haukar mæta Fram í fyrsta úrslitaleik liðanna um sjálfan Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í kvöld í Schenkerhöllinni á Ásvöllum kl.20.00. Þjár sigra þarf til að verða Íslandsmeistari og eigum við Haukar heimaleikjaréttinn ef kemur til oddaleikja um titiinn, í öllu falli eiga Haukar tvo heimaleiki í einvíginu, sá þriðji gæti bæst við ef fimm úrslitaleiki […]

10 flokkur kvenna Íslandsmeistari

Haukar urðu í dag Íslandsmeistarar í 10.flokki kvenna í körfu eftir jafnan og spennandi leik við Keflavík eftir 38 – 34 sigur á Keflavík. Haukastelpur eru þar með tvöfaldir meistarar í þessum flokki því liðið vann einnig bikarinn fyrr í vetur með fyrsta sigurleik sínum á móti Keflavík. Það var gríðargóð barátta leikmanna Hauka í […]

10 flokkur kvenna Íslandsmeistari

Haukar urðu í dag Íslandsmeistarar í 10.flokki kvenna í körfu eftir jafnan og spennandi leik við Keflavík eftir 38 – 34 sigur á Keflavík. Haukastelpur eru þar með tvöfaldir meistarar í þessum flokki því liðið vann einnig bikarinn fyrr í vetur með fyrsta sigurleik sínum á móti Keflavík. Það var gríðargóð barátta leikmanna Hauka í […]

11 dagar í mót – Hilmar Geir Eiðsson

Hilmar Geir Eiðsson er einn af fjölmörgu uppöldnu leikmönnum meistaraflokks karla í knattspyrnu. Hilmar hefur undanfarin tvö ár leikið með Keflavík í Pepsi-deild karla en þar á undan hefur hann allan sína tíð spilað með Haukum.  Nú styttist í að 1.deildin hefjist en fyrsti leikur Hauka í 1.deildinni er gegn Þrótti R. á útivelli. Eftir […]

Stelpurnar leika til úrslita: Leikurinn á KRTV

Haukar áttu tvö lið í undanúrslitum yngri flokka í dag. Strákarnir í 11. flokki eru ríkjandi Íslandsmeistarar en þeir töpuðu í hörkuleik gegn KR 74-81. Kári Jónsson var með 34 stig og Jónas Torfason setti sex stig og tók 14 fráköst. Stelpurnar í 10. flokki lögðu Njarðvík 49-27 og leika því til úrslita kl. 11.00 […]

Seinni úrslitahelgi yngri flokka: Haukar í eldlínunni

Úrslit yngri flokka í körfunni klárast um helgina þegar seinni úrslitahelgin fer fram. Að þessu sinni er leikið í DHL-höllinni. Stelpurnar í 10. flokki kvenna og strákarnir í 11. flokki spila í undanúrslitum á morgun. Stelpurnar hefja leik kl. 12.00 og strákarnir kl. 17.00. Stelpurnar etja kappi við Njarðvík og strákarnir við KR. Við hvetjum […]

Biskup Íslands heimsótti Ásvelli

Síðastliðinn mánudag heiðraði biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, Haukana með heimsókn hingað í Íþróttamiðstöðina. Í för með biskupi voru fulltrúar af biskupsstofu auk sóknarprests Ástjarnarsóknar og formanns sóknarnefndar. Farin var skoðunarferð um húsið og starfsemi félagsins kynnt gestunum. Að lokum voru fram bornar léttar veitingar og biskupi afhent gjöf til minningar um ánægjulega heimsókn.