Stórleikur hjá 2.flokki álaugardag

Á laugardag er sannkallaður risa leikur á dagskrá þegar Haukar og FH mætast í úrslitaleik Íslandsmóts 2.flokks karla í handbolta í Heartz höllinni Seltjarnarnesi. Leikurinn hefst kl.19:00 og vekjum við sérstaka athygli á því að frítt er á völlinn! Strákarnir okkar lögðu UMFA á sannfærandi á miðvikudag í Íþróttahúsinu í Strandgötu þar sem mikil stemmning var […]

Haukar unnu Fram í æfingaleik

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu undirbýr sig nú af krafti fyrir komandi tímabil sem hefst eftir 15 daga. Í gærkvöldi léku þeir æfingaleik gegn Pepsi-deildarliði Fram í Úlfarsárdal. Haukarnir höfðu betur í leiknum, 1-0 en mark Hauka skoraði hinsvegar varamaður Framara, Ólafur Örn Bjarnason. Haukarnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en leikurinn var í járnum […]

15 dagar í mót – Hilmar Rafn Emilsson

Hilmar Rafn Emilsson er einn af fjölmörgu uppöldnu leikmönnum meistaraflokks karla í knattspyrnu. Hilmar hefur verið einn öflugasti sóknarmaður Hauka undanfarin ár, hann gekk til liðs við Vals fyrir síðasta tímabil en kom svo á láni aftur til Hauka um mitt síðasta sumar. Nú styttist í að 1.deildin hefjist en fyrsti leikur Hauka í 1.deildinni […]

2.flokkur í undanúrslitum

2.flokkur karla í handknattleik leikur í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Leikið verður í Strandgötu og hefst leikurinn 20:30. Mótherjar Hauka í leiknum er Afturelding frá Mosfellsbæ. Haukaliðið lenti í 2.sæti í deildarkeppninni og tapaði síðan í úrslitaleik bikarkeppninnar fyrr í vetur gegn erkifjéndunum í FH. Afturelding lenti í 6.sæti í deildinni, átta stigum á […]

Andri Steinn í Hauka

Miðjumaðurinn, Andri Steinn Birgisson skrifaði um miðjan apríl mánuð undir samning við Hauka sem gildir út tímabilið. Andri Steinn lék með Leikni R. í 1.deildinni síðasta sumar en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum og spilaði hann ekki nema um helming leikjanna hjá Leikni. Í nóvember síðastliðnum gerði Andri Steinn samning við Víking Reykjavík […]

Leikdagar ákveðnir í úrslitaeinvíginu við Fram

Búið er að ákveða leikdaga í úrslitaeinvígi Hauka og Fram um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Leikdagarnir eru sem hér segir (tekið skal fram að leikir fjögur og fimm fara ekki fram nema að þá þurfi til að knýja fram þrjá sigra hjá öðru hvoru liðinu): Mán. 29.apr.2013 20.00 Schenkerhöllin Haukar – Fram   Mið. 1.maí.2013 […]

Haukar mæta Fram í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn

Haukar unnu í gær sætan sigur á ÍR í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Með sigrinum í gær tryggðu Haukar sig inn í úrslit, því þrjá sigra þurfti til að komast áfram. Leikurinn í gær var jafn til að byrja með en eftir um tíu mínútna leik fékk Sturla Ásgeirsson […]

17 dagar í mót – Sigmar Ingi Sigurðarson

Markvörðurinn, Sigmar Ingi Sigurðarson er einn af nýliðunum í meistaraflokks karla í knattspyrnu. Sigmar gekk til liðs við Hauka í vetur frá Breiðablik. Hann er á besti aldri og er spenntur fyrir sumrinu.  Það styttist í að 1.deildin hefjist en fyrsti leikur Hauka í 1.deildinni er gegn Þrótti R. á útivelli. Eftir 17 daga, fimmtudaginn […]

Stelpurnar leika til úrslita; Í beinni á netinu

Tvö Haukalið voru í eldlínunni í dag þegar fyrri úrslitahelgi KKÍ fór fram. Strákarnir í 10. flokki mættu sterku liði heimamanna og töpuðu 66-45. Kári Jónsson var stigahæstur Haukastráka með 22 stig og þeir Jón Þórir Sigurðarson og Jón Otti Antonsson voru með sex stig hvor. Njarðvík spilar við Grindavík í úrslitum á morgun. Stelpurnar […]

Rútuferðir upp í Breiðholt á morgun

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Haukar og ÍR eigast við í fjórða sinn í undanúrsitaeinvígi sínu á morgun kl.17.00 í Austurbergi, um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Haukar ætla að sjálfsögðu að fjölmenna á leikinn og verða rútuferðir frá Ásvöllum upp í Austurberg fyrir leik og til baka eftir leik. Stemmningin hefst kl.15:00 […]