Heimir Porca kveður Hauka

Seinni úrslitaleikur Hauka og FH um sæti í Pepsí-deild kvenna á næsta ári, fór fram á Kaplakrikavelli í kvöld og lauk með sigri heimamanna, 6-0 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 1-0. Eins og tölurnar bera með sér var um öruggan sigur FH að ræða. Þó var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Haukastúlkur lögðu sig fram […]

FH – Haukar á Kaplakrikavelli á þriðjudag kl. 17:30

Seinni úrslitaleikur Hauka og FH um sæti í Pepsí-deild kvenna á næsta ári, fer fram á Kaplakrikavelli á þriðjudag og hefst leikurinn kl. 17:30. Fyrri leiknum á Ásvöllum lauk með sigri FH, 1-8, sjá nánar hér: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=24190. Stórt tap í fyrri leiknum þýðir að fullyrða megi að úrslitin í þessu einvígi Hafnarfjarðaliðanna séu ráðin. Haukastúlkur vilja hins vegar enda keppnistímabilið á […]

Tap í fyrri viðureigninni við FH

Fyrri úrslitaleikur Hauka og FH um sæti í Pepsí-deild kvenna á næsta ári fór fram á Ásvöllum í dag. Það er skemmst frá því að segja að sjö leikja sigurgöngu Haukastúlkna í Íslandsmótinu lauk í dag þegar þær biðu lægri hlut fyrir FH, 1-8, sem var óþarflega stór munur miðað við gang leiksins. FH stúlkur gerðu út um […]

Handboltavertíðin að hefjast!

Nú fer handboltavertíðin senn að hefjast og margir orðnir spenntir fyrir því að boltinn fari að rúlla. Vetrardagskráin er klár og hefst vetrarstarfið formlega mánudaginn 29.ágúst. Eldri flokkar félagsins hófu reyndar æfingar í byrjun ágúst því forkeppni þeirra hefst á næstu dögum og meistaraflokkarnir hefja svo keppni í lok september.Búið er að manna allar þjálfarastöður […]

Haukar og TM í samstarf

TM og knattspyrnufélagið Haukar hafa undirritað samstarfssamning um að TM verði einn af bakhjörlum Hauka næsta árið. Samningurinn felur meðal annars í sér samstarf um sölu trygginga til félagsmanna en hluti iðgjalds þeirra Haukamanna sem tryggja hjá TM rennur beint sem styrkur til félagsins.Tengiliður Haukamanna hjá TM er Magnús Björnsson, s. 515-2642 og 821-5628. Tölvupóstur […]

Serrano styrkir Hauka áfram

Haukar og Serrano hafa endurnýjað samstarfssamning sín í milli. Það sem helst breytist með nýja samningnum er að afsláttur fyrir Hauka í horni er felldur út en á móti eykst stuðningur Serrano við félagið. Við þökkum Serrano fyrir stuðninginn. Áfram Haukar!

Fyrri úrslitaleikurinn við FH á Ásvöllum á laugardag kl. 12:00

Fyrri úrslitaleikur Hauka og FH um sæti í Pepsí-deild kvenna á næsta ári, fer fram á Ásvöllum á laugardag og hefst leikurinn kl. 12:00. Það er óhætt að segja að þetta sé leikurinn sem allir Hafnfirðingar eru að tala um þessa dagana enda fær sigurliðið úr tveggja leikja rimmu félaganna sæti í Pepsí-deildinni á næsta ári. Haukastúlkum […]

Haukar – Leiknir R. á fimmtudag

Nú fer hver leikur að skipta gríðarlegu máli í 1.deild karla og það er engin undantekning á morgun, fimmtudag þegar Haukar og Leiknir Reykjavík mætast á Ásvöllum klukkan 18:30. Haukar eru enn í bullandi baráttu um sæti í Pepsi-deild karla að ári og með hagstæðum úrslitum í loka umferðunum gæti allt gerst. Leiknismenn eru hinsvegar […]

Ásgeir Guðbjartsson sigraði tvöfalt á golfmóti Hauka

Síðasta föstudag, 19. ágúst,  var hið árlega golfmót Hauka haldið á Keilisvellinum. Þetta mót er orðið fastur liður í starfssemi Hauka og ávallt góð þátttaka og fín stemmning í ár tóku 131 kylfingur þátt. Upphafið að mótinu má rekja til afmælisveislu Guðmundar Haraldssonar sem haldin var í Hvammsvík í maí 1990. Ákveðið var að halda […]

Sænska stórliðið GUIF sigraði örugglega á Hafnarfjarðarmótinu

Um helgina var leikið á hinu árlega Hafnarfjarðarmóti í handbolta. Alls tóku 4 lið þátt í mótinu að þessu sinni, Haukar, FH, Valur og GUIF frá Svíþjóð. Leikið var í íþróttahúsinu við Strandgötu. Mótið var hið skemmtilegasta og þrátt fyrir mikið blíðviðri alla mótsdagana var ágætlega mætt í Strandgötuna og fín stemmning. Sænska stórliðið GUIF […]