Ásgeir Guðbjartsson sigraði tvöfalt á golfmóti Hauka

Ásgeir Jón Guðbjartsson í rauða jakkanum og með Baddaskjöldinn en hann vann tvöfalt í ár. Með honum á myndinni er sonur hans, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson sem varð í öðru sæti í punktakeppninniSíðasta föstudag, 19. ágúst,  var hið árlega golfmót Hauka haldið á Keilisvellinum. Þetta mót er orðið fastur liður í starfssemi Hauka og ávallt góð þátttaka og fín stemmning í ár tóku 131 kylfingur þátt. Upphafið að mótinu má rekja til afmælisveislu Guðmundar Haraldssonar sem haldin var í Hvammsvík í maí 1990. Ákveðið var að halda golfmót með gestunum í afmælinu. Þátttakendur voru um 20 og spiluðu þeir golf í Hvamsvík í ógleymanlegu veðri. Almenn ánægja var með mótið sem varð kveikjan að því að ákveðið var að halda Haukagolfmót að ári. Mótið var svo haldið í Hvammsvíkinni til 1992 og var þá flutt á Hvaleyrarvöllinn. Í punktakeppni er keppt um Rauða Jakkann en í höggleik er keppt um Baddaskjöldinn. Einnig hafa verið veitt eignarverðlaun fyrir 1. – 3. sætið í punktakeppninni auk nándarverðlauna. Baddaskjöldurinn er gefinn til minningar um góðan félaga, Guðbjart Jónsson, en börn Guðbjarts, Rósa og Ásgeir hafa ætið séð um að afhenda skjöldinn.

Í ár var það einmitt sonur Guðbjarts, Ásgeir Guðbjartsson, sem bar sigur úr býtum bæði í punktakeppninni og í höggleik. Ásgeir lék á hringinn á 3 undir pari og fékk 42 punkta. Í öðru sæti í punktakeppninni var svo barnabarn Guðbjarts, sonur Ásgeirs, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson með 40 punkta. Úrslit mótsins má sjá með því að smella hér.

Áfram Haukar!