100% árangur á heimavelli í Íslandsmótinu

 Haukastúlkur lögðu stöllur sínar í Selfossi að velli í dag en leikið var á Ásvöllum.  Úrslit leiksins urðu 2-1 eftir að Selfoss hafði haft forystu í hálfleik, 0-1. Góður sigur Haukastúlkna sem með sigrinum náðu 100% árangri á heimavelli á Íslandsmótinu í ár. Lokastöðuna í riðlinum má sjá hér, http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=24186. Markaskorar Hauka í dag voru þær Brooke […]

Stórleikur í knattspyrnu hjá 2. flokki karla á Ásvöllum

Á morgun laugardag 20 ágúst, kl: 16:30 tekur 2. flokkur karla á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor bikarkeppninnar. Það er ekki á hverjum degi sem Haukar spila til undanúrslita en árangurinn hjá 2. flokki í sumar hefur verið frábær. Við skorum á alla Haukamenn að mæti á leikinn og hvetja framtíðarknattspyrnumenn Hauka til dáða.   […]

Afrekslína Hauka byrjar aftur eftir sumarfrí

Afrekslína Hauka, sem samanstendur af Afreksskólanum fyrir 9. og 10. bekkinga og svo Afrekssviði Hauka og Flensborgar, hefur starfsemi sína í lok ágústmánaðar eftir sumarfrí. Starfið hefst með kynningarfundi fyrir Afrekssviðsnemendurnar þriðjudaginn 23. ágúst kl. 21:00 á Ásvöllum og á miðvikudeginum 24. ágúst er kynningarfundur fyrir nemendur Afreksskólans og foreldra þeirra kl. 19:30 á Ásvöllum. Kennsla […]

Haukakonur í handboltanum fá góðan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Haukarstelpur hafa fengið góðan liðstyrk því hefur gengið til liðs við Hauka á lánssamning frá Stjörnunni. Sólveig stóð á milli stanganna hjá Stjörnunni allan síðasta vetur og var einn af lykilleikmönnum liðsins. Að fá Sólveigu til liðs við Hauka fyrir komandi keppnistímabil er sannkallaður hvalreki þar sem Bryndís Jónsdóttir er með slitin krossbönd og ekki […]

Haukar – Selfoss á Ásvöllum á laugardag kl. 13:00

Meistaraflokkur Hauka leikur á laugardag við Selfoss á Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 13:00. Þetta er síðasti leikur Hauka og Selfoss í riðlinum í Íslandsmótinu og ljóst að bæði liðin hafa tryggt sér rétt til að spila um sæti í Pepsí-deild kvenna á næsta ári. Haukar munu spila tvo leiki við FH og Selfoss tvo leiki við annað hvort Keflavík […]

Hafnarfjarðarmótið í handbolta hefst í kvöld

Dagana 18. – 20. ágúst mun fara fram hið árlega Hafnarfjarðarmót sem FH, Haukar og Hafnarfjarðarbær hafa haft umsjón yfir í sameiningu. Mótið í ár er sérstakt því sænska úrvalsdeildarliðið Ekilstuna Guif tekur þátt í mótinu og er það í fyrsta skipti sem erlent lið tekur þátt. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um […]

Nýr samstarfsaðili, Myndform ehf.

Myndform hefur bæst í hóp fjölmargra samstarfsaðila Hauka og bjóða þeir meðlimum Haukar í horni fá 20% afslátt af þjónustu vegna yfirfærslu myndbanda yfir á DVD diska gegn framvisun gilds Hauka í horni skírteinis.Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu þeirra með því að smella hér.Með því að smella hér má sjá töflu með þeim […]

Þórður Jón til AGF

Þórður Jón Jóhannesson ungur og efnilegur knattspyrnuleikmaður hefur gengið til liðs við AGF í Danmörku frá Haukum. Frá þessu var greint á vefsíðu AGF í dag og einnig sendi Jón Björn Skúlason formaður knattspyrnudeildar Hauka frá sér fréttatilkynningu þar sem þetta var staðfest. Þórður Jón mun því hitta annan Haukamann sem gekk í raðir AGF […]

Haukar – Grótta á Ásvöllum í kvöld

Haukar og Grótta mætast á Ásvöllum í 1. deild karla í kvöld, þriðjudagskvöldið 16.ágúst. Leikurinn verður flautaður á klukkan 19:00. Haukar eru eins og áður í 3. sæti deildarinnar með 25 stig en Grótta er í 9 .sætinu með 15 stig. Haukar og Grótta hafa mæst tvisvar sinnum áður í sumar, Haukar unnu fyrri leikinn […]

Opinn fyrirlestur fyrir Haukafólk

Ágætu Haukafélagar,  Þríþrautarkonan Karen Axelsdóttir mun halda erindi um þolþjálfun og segja frá ferli sínum næstkomandi mánudag, 15. ágúst kl. 20.30 í veislusalnum á Ásvöllum. Karen er núverandi Íslandsmethafi í þríþraut kvenna og karla. Hún er eini Íslendingurinn sem hefur náð að vinna sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í þríþraut, en það fer fram í Hawaii […]