Handboltavertíðin að hefjast!

Nú strax eftir helgi fara N1-deildirnar í handbolta karla og kvenna í gang.

Bæði karla og kvennalið Hauka eiga heimaleiki í fyrstu umferð. Strákarnir mæta Fram á mánudag kl.19:30 en stelpurnar taka á móti Val kl.19:30 á þriðjudag.

Allir á völlinn!

Handboltavertíðin að hefjast!

HaukarNú fer handboltavertíðin senn að hefjast og margir orðnir spenntir fyrir því að boltinn fari að rúlla. Vetrardagskráin er klár og hefst vetrarstarfið formlega mánudaginn 29.ágúst. Eldri flokkar félagsins hófu reyndar æfingar í byrjun ágúst því forkeppni þeirra hefst á næstu dögum og meistaraflokkarnir hefja svo keppni í lok september.
Búið er að manna allar þjálfarastöður og hefur talsverð reynsla bæst í þjálfarahópinn. Ég vil nota tækifærið og bjóða nýja þjálfara velkomna til starfa en þeir eru Halldór Harri Kristjánsson (Harri) og Jens Gunnarsson. Harri kemur inn í þjálfarateymi mfl. kvenna ásamt því að þjálfa 3. – og 4. flokk kvenna. Jens verður þjálfari 5. flokks kvenna ásamt því að aðstoða Harra með 4.flokkinn.

Annars eru þjálfarar vetrarins þessir:

—  8.flokkur: Albert, Díana og Sigurður Njálsson

—  7.flokkur karla: Heimir, Siggi Guðjóns og Hulda

—  7.flokkur kvenna: Ragga

—  6.flokkur kvenna: Herdís

—  6.flokkur karla: Binni og Herbert Ingi

—  5.flokkur kvenna: Jens

—  5.flokkur karla: Elli og Herbert Ingi

—  4.flokkur karla: Ægir og Matti

—  4.flokkur kvenna: Harri og Jens

—  3.flokkur kvenna: Harri

—  3.flokkur karla: Ægir, Boris og Gunnar Berg

—  2.flokkur karla: Gunnar Berg

—  Mfl karla: Aron Kristjánsson og Gunnar Berg

—  Mfl kvenna: Einar Jónsson og Harri

—  Markvarðaþjálfari: Gísli Rúnar Guðmundsson

 

Akademían og Afreksskóli Hauka.

Síðust 5 ár hafa Haukar og Flensborgarskóli verið í samstarfið með handboltaakademíu þar sem menntaskólakrökkum gefst kostur á að fá íþróttir sínar metnar innan skólakerfisins og fá tækifæri til að æfa betur. Afrekssviðið hefur stækkað ár frá ári og er komið að þolmörkum og ljóst að færri komast að en vilja á næsta skólaári.  Handboltahluti Afrekssviðsins verður á fimmtudögum klukkan 06:50 – 07:50.
Á næstu dögum mun svo Afreksskóli Hauka fara af stað í 3. skiptið og í vetur verður nemendum, í fyrsta sinn, boðið að stunda handbolta. Afreksskólinn er hugsaður eins og Afrekssviðið en hann er eingöngu fyrir nemendur í 9. – 10. bekk í grunnskóla. Handboltahlutinn Afreksskólans verður á föstudögum frá klukkan 15:00 – 16:00.

—  Umsjón með Afrekssviði og Afreksskóla Hauka er Gísli Rúnar Guðmundsson

Allar upplýsingar um æfingatíma flokka, þjálfara o.fl. verður aðgengilegt á heimasíðu félagsins, haukar.is.

Með ósk um ánægjulegan vetur og skemmtilegt samstarf,

Gísli Rúnar Guðmundsson, yfirþjálfari yngriflokka Hauka.