Fyrri úrslitaleikurinn við FH á Ásvöllum á laugardag kl. 12:00

Fyrri úrslitaleikur Himages/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/haukr - fh.jpgauka og FH um sæti í Pepsí-deild kvenna á næsta ári, fer fram á Ásvöllum á laugardag og hefst leikurinn kl. 12:00.

Það er óhætt að segja að þetta sé leikurinn sem allir Hafnfirðingar eru að tala um þessa dagana enda fær sigurliðið úr tveggja leikja rimmu félaganna sæti í Pepsí-deildinni á næsta ári.

Haukastúlkum hefur gengið vel að undanförnu. Þær hafa unnið sjö síðustu leiki í Íslandsmótinu og unnu síðast topplið Selfoss, 2-1 á Ásvöllum síðastliðinn laugardag.  

Aðspurður um þennan leik sagði Heimir Porca þjálfari Hauka að Haukastúlkur hlökkuðu mikið til að mæta FH. Þetta verði vafalítið hörkuleikir og FH væri með gott lið sem hefði unnið sinn riðil í Íslandsmótinu með miklum yirburðum. Sínar stúlkur, sagði Heimir, kæmu hins vegar 100% einbeittar í leikinn með fulla trú á verkefninu. 

Heimir sagðist í lokin vilja hvetja alla Hafnafirðinga og stuðningsmenn Hauka til mæta á leikinn og styðja sitt lið.

Áfram Haukar!