Heimir Porca kveður Hauka

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd  7.jpgSeinni úrslitaleikur Hauka og FH um sæti í Pepsí-deild kvenna á næsta ári, fór fram á Kaplakrikavelli í kvöld og lauk með sigri heimamanna, 6-0 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 1-0.

Eins og tölurnar bera með sér var um öruggan sigur FH að ræða. Þó var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Haukastúlkur lögðu sig fram þó að á brattann væri að sækja eftir stórt tap í fyrri leik liðanna og voru nálægt því að ná forystunni í leiknum í kvöld þegar Brooke Barbuto var að setja boltann í netið en varnarmaður FH varði vel frá henni á marklínu og kom boltanum í burtu. Undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 1-0 fengu FH stúlkur vítaspyrnu og var það ákaflega strangur dómur en Dúfa Dröfn gerði vel og varði vítaspyrnuna. Staðan í hálfleik því 1-0 en FH bætti síðan við fimm mörkum í síðari hálfleik. 

Í hinum úrslitaleiknum um sæti í Pepsí-deildinni á næsta ári vann Selfoss 6-1 sigur á Keflavík og samtals 8-4. Selfoss og FH hafa með þessum úrslitum í kvöld unnið sér sæti í Pepsí-deildinni á næsta ári og óskum við þeim til hamingju með það.

Í spjalli við haukar.is skömmu eftir leik sagði Heimir Porca þjálfari Hauka úrslitin sanngjörn og vildi óska FH til hamingju með sigurinn og sætið í Pepsí-deildinni. Hann sagði leikinn hafa verið ákveðinn skylduleik fyrir sínar stúlkur eftir stórt tap í fyrri leiknum. Þær hefðu með smá heppni getað skorað mörk og fengið færri mörk á sig en svona væri fótboltinn og lítið meira um það að segja.

Hann sagði Haukastúlkur hafa sýnt frábæra frammistöðu í sumar og náð helsta markmiðinu sem var að komast í úrslitakeppnina um sæti í Pepsí-deildinni en þar hefði betra liðið komist áfram. Hann væri því mjög ánægður og stoltur af sínum stúlkum eftir sumarið.

Heimir sagði að leikurinn í kvöld hefði verið kveðjuleikur hans með Haukaliðið. Hann sagði það hafa legið fyrir í nokkurn tíma að hann myndi klára samninginn í ár og kveðja Hauka eftir fimm ára starf með meistaraflokk kvenna. Heimir sagði að hjá Haukum hefði honum alltaf liðið vel og meistaraflokksráð kvenna hefði alltaf staðið þétt að baki honum allan tímann. Hann vildi því nota þetta tækifæri og þakka sérstaklega meistaraflokksráði kvenna fyrir samstarfið og öðrum góðum Haukamönnum fyrir stuðninginn og leikmönnum fyrir tímabilið sem hann óskaði alls hins besta í framtíðinni.  Áfram Haukar sagði Heimir að lokum.

Við látum fylgja með nokkrar myndir sem teknar voru í kvöld í leiknum á Kaplakrikavelli.

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 23.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 10.jpg

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 11.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 42.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 32.jpg

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 15.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 34.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 50.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 46.jpg

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 47.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 39.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 48.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 3.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/mynd to 7.jpg