Naumt tap fyrir Hrunamönnum

Haukar töpuðu fyrir Hrunamönnum í kvöld í hörkuleik 75-78 á Ásvöllum. Leikurinn var í járnum allan tímann og liðin skiptust á að hafa forystuna þó Haukar höfðu ávallt frumkvæðið í leiknum. Á lokasprettinum reyndust gestirnir sterkari en þeir voru baneitraðir á vítalínunni og kláruðu leikinn þar. Svavar Geir Pálmarsson innsiglaði sigurinn fyrir Hrunamenn þegar hann […]

Haukar – Afturelding í Kórnum á morgun

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu mun leika sinn fjórða æfingarleik á morgun, laugardag í Kórnum í Kópavogi þegar þeir mæta nýliðum 1.deildar Aftureldingu. Leikurinn hefst klukkan 16:30. Undanfarna laugardaga hafa Haukar spilað gegn Stjörnunni, Þrótt og HK. Haukar hafa farið með sigur af hólmi úr einum leiknum gegn Þrótti en tapað leikjunum gegn Stjörnunni og HK […]

Haukastelpur fá Gróttu í heimsókn

Í kvöld klukkan 18:30 munu Haukastelpur taka á móti Gróttustelpum í N1 deild kvenna. Fyrir leikinn eru Haukastelpur í 2. sæti deildarinnar og Grótta í því sjöunda. Fyrirfram má því búast við Haukasigri en aldrei má afskrifa Gróttustelpur sem stóðu svo sannarlega í Haukastelpum í fyrsta leik liðanna á Ásvöllum í haust. Liðin hafa tvisvar […]

Haukar taka á móti Hrunamönnum

Haukar fá Hrunamenn í heimsókn í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld og hefst leikurinn kl. 20:30. Haukar sigruðu fyrri leik liðana með 16 stigum á erfiðum heimavelli Flúðamanna 86-102. Haukar sitja í þriðja sæti 1. deildar með jafn mörg stig og Valur eða 16 talsins og getur hirt annað sætið með sigri í […]

Sigurganga Hauka heldur áfram

Haukarstelpur unnu KR-inga í kvöld 65-57 og halda þær áfram sigurgöngu sinni. Eru þær nú búnar að vinna 13 leiki í röð í Iceland Express-deild kvenna. Það var frábær spilamennska í upphafi seinni hálfleiks sem var lykillinn að sigri Hauka. Varnarleikur þeirra var frábær og áttu KR-ingar í miklum vandræðum með að skora. Endaspretturinn var […]

Haukar á topp N1 deildar karla

Í kvöld heimsóttu Haukamenn leikmenn Fram í toppslag N1 deildar karla. Fyrir leikinn voru liðin jöfn í tveimur efstu sætum deildarinnar með 16 stig en Fram var ofar þar sem liðið vann fyrri leik liðanna á Ásvöllum, 27 – 20. Leikurinn í kvöld var algjör andstæða þess leiks en Haukar höfðu yfirhöndina frá fyrstu mínútu […]

Haukar fá KR í heimsókn í kvöld

Í kvöld mæta Haukastelpur KR-ingum kl. 19:15 á Ásvöllum í Iceland Express-deild kvenna. Nú er búið að skipta deildinni í tvennt fjögur efri liðin(Haukar, Keflavík, Hamar og KR) mynda A-riðil og spila nú innbyrðis. Fjögur neðri liðin mynda B-riðil. Liðin spila nú sex leiki í riðlunum og að því loknu hefst úrslitakeppni. Haukum gekk afar […]

Andri Janusson og Guðjón Lýðsson til Hauka

Í gærkvöldi skrifuðu knattspyrnumennirnir Andri Janusson og Guðjón Pétur Lýðsson undir tveggja ára samning við Hauka en þeir báðir koma til Hauka frá Álftanesi. Þeir þekkja hinsvegar vel til hjá Haukum en þeir spiluðu síðast með liðinu fyrir þremur árum í 1.deildinni, tímabilið sem Haukar féllu í 2.deild. Andri Janusson er fæddur árið 1986 og leikur […]

Stórleikur á morgun, Fram – Haukar í N1-deild karla

Það verður sannkallaður stórleikur í Safamýrinni á morgun, þegar efstu tvö lið N1-deildar karla, Fram og Haukar mætast. Bæði lið eru jöfn á stigum með 16 stig, Haukar hafa sigrað átta leiki en tapað fjórum. Framarar hafa hinsvegar sigrað sjö leiki, gert tvö jafntefli og tapað tveimur. Stórleikurinn hefst klukkan 19:30 en á sama tíma verða þrír […]